Framhjáhaldssögur kvenna sem svíða

Samskipti kynjanna | 18. janúar 2025

Framhjáhaldssögur kvenna sem svíða

Konur segja frá afhverju þær ákváðu að halda framhjá mökum sínum. Daily Mail safnaði saman þremur svæsnum sögum.

Framhjáhaldssögur kvenna sem svíða

Samskipti kynjanna | 18. janúar 2025

Konur halda framhjá af ýmsum ástæðum.
Konur halda framhjá af ýmsum ástæðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Konur segja frá afhverju þær ákváðu að halda framhjá mökum sínum. Daily Mail safnaði saman þremur svæsnum sögum.

Konur segja frá afhverju þær ákváðu að halda framhjá mökum sínum. Daily Mail safnaði saman þremur svæsnum sögum.

Hæðarmunurinn sagði til sín

„Fyrir þremur árum kynntist ég manni á stefnumótasíðu sem var fullkominn á pappír. En þegar við hittumst þá fattaði ég að hann var lágvaxinn. Hann var 170 á hæð en ég 178 cm. Við notuðum meira að segja sömu skóstærð.“

„Ég var smá efins með að hefja samband við hann en hann var svo myndarlegur og frábær í alla aðra staði. Ég vildi því ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Fólk segir að hæðin skipti ekki máli þegar maður er láréttur í rúminu en ég get staðfest að hæðarmunur getur haft áhrif í rúminu. Ég vildi til dæmis aldrei vera ofan á af ótta við að kremja hann til dauða, svo var hausinn á honum alltaf í bringunni minni meðan hann var ofan á mér. Ég varð mjög óörugg með mig og útlit mitt. Mér fannst ég eins og tröll við hlið hans.“

„Svo var mamma mín alltaf að segja mér að finna einhvern sem væri nær mér í hæð. Hún var alltaf að spá í hvernig brúðkaupsmyndin okkar myndi líta út. Hún sagði að þetta myndi alltaf koma til með að hafa áhrif seinna meir, þó það gerði það ekki núna.“

„Eftir eitt ár fór ég að vera sammála mömmu og fór aftur á Tinder. Ég hitti mann sem var hávaxinn, duglegur í ræktinni og með sólbrúnan líkama. Ég fór að laumast til að hitta hann. Eftir að hafa verið að halda framhjá í heilt ár þá fann ég loks kjark til þess að segja litla mínum frá ástarsambandinu. Hann vissi að ég var að halda framhjá en vildi bara ekki missa mig.“

„Ég sé eftir að hafa varið svo löngum tíma með einhverjum sem var ekki réttur fyrir mig. Mamma hafði víst rétt fyrir sér á endanum,“ segir Lucy, 29 ára.

Mér fannst ég of gáfuð fyrir hann

„Ég giftist fyrstu ástinni minni en við kynntumst þegar ég var í námi 21 árs. Ég var laganemi en hann vann sem verkamaður. Við urðum fljótt óaðskiljanleg en vorum samt miklar andstæður. Ég var dugleg og iðin en hann hafði engan metnað til að skara framúr. Hann var samt stór persónuleiki og vann öllum stundum til að borga fyrir húsið okkar. Hann var líka frábær pabbi. En síðar kom í ljós hversu ólík við vorum, sérstaklega í ljósi menntunar. Hann var alltaf útundan í samræðum við vini mína og mér fannst það asnalegt þegar hann talaði um að hafa verið í háskóla lífsins. Svo þoldi ég ekki alla heimskulegu sjónvarpsþættina sem hann horfði á með börnunum. Ég vildi að þau læsu og lærðu eitthvað nýtt.“

„Í einni vinnuferð hitti ég myndarlegan mann og við fórum að spjalla. Hann vitnaði í Shakespeare og Proust og ég varð alveg heilluð. Ég fór svo heim og sá manninn minn enn einu sinni límdan fyrir framan skjáinn að hlæja að einhverju heimskulegu. Þegar hinn bauð mér svo á stefnumót, þá sagði ég bara já. Þar hélt hann áfram að heilla mig með ljóðum og við fórum að sofa saman. Ég hætti með manninum mínum ári síðar en sambandið entist ekki með nýja manninum því hann hafði ekki áhuga á að verða stjúppabbi.“

„Nú finn ég hversu mikið hark það er að vera einstæð og ég vildi að ég hefði bara sagt manninum mínum að girða sig í brók. Reyna betur. Þá hefði ég kannski ekki látið glepjast af yfirlætisfullum ljóðlínum einhvers flagara,“ Bonnie, 38 ára.

Fannst það bara spennandi

„Ég var alltaf góða stelpan í skólanum og lagði mig fram um að fá góðar einkunnir. Í háskólanum breyttist það. Ég hitti manninn minn á mínu fyrsta ári en þá var ég ekki búin að læra nóg inn á mína kynferðislegu hlið. Ég átti svo eftir að halda ítrekað framhjá honum bara vegna þess að mér fannst það spennandi.“

„Í gegnum starf mitt hitti ég marga karla sem flestir voru giftir. Þannig að það varð enn meira spennandi. Fyrsta skiptið var með yfirmanni mínum. Við höfðum verið að daðra og hann skipulagði vinnuferð bara fyrir okkur tvö. Alltaf þegar illa gekk í hans hjónabandi þá fundum við tíma til að hittast. Þetta varði í 18 mánuði.“

„Svo var annar sem var mjög „kinky“ í rúminu og við prófuðum margt saman. Þá var annar sem elskaði að stunda kynlíf utandyra. Í sjö ára hjónabandi mínu spurði maður minn mig einskis. Í dag er ég einhleyp því ég kýs að geta stundað kynlíf hvenær og með hverjum sem er. Ég sé ekki eftir neinu. Ég var augljóslega ekki að fá það sem ég þurfti út úr sambandinu annars hefði ég ekki haldið framhjá,“ segir Cassie, 31 árs.

mbl.is