Skjálfti upp á 3,3 við Keili

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. janúar 2025

Skjálfti upp á 3,3 við Keili

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan 13.45 í dag.

Skjálfti upp á 3,3 við Keili

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. janúar 2025

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan 13.45 í dag.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan 13.45 í dag.

Upptök hans voru um 3,8 kílómetra austur af Keili við Trölladyngju á fjögurra og hálfs kílómetra dýpi, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Tveir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið og mældist sá stærri 1,4. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að engar tilkynningar hafi borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu þann 29. september sl. og mældist hann 3,6 að stærð.  Síðan í janúar 2024 hafa 6 mælst skjálftar fyrir 3 stærð á svæðinu, sá stærsti 4,2 þann 3. janúar 2024.

mbl.is