Um 170 milljón TikTok-notendum í Bandaríkjunum verður að óbreyttu meinaður aðgangur að miðlinum á morgun vegna banns sem tekur þá í gildi.
Um 170 milljón TikTok-notendum í Bandaríkjunum verður að óbreyttu meinaður aðgangur að miðlinum á morgun vegna banns sem tekur þá í gildi.
Um 170 milljón TikTok-notendum í Bandaríkjunum verður að óbreyttu meinaður aðgangur að miðlinum á morgun vegna banns sem tekur þá í gildi.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 daga, þó ekki fyrr en eftir að hann tekur við embætti á mánudaginn.
Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær lög sem banna TikTok í landinu. Var kínverska móðurfélagi fyrirtækisins, ByteDance, gert að selja miðilinn ellegar sæta banni í Bandaríkjunum frá 19. janúar.
Frumvarp laganna var í apríl samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Trump ræddi bannið við Xi Jinping Kínaforseta í gær og sagði við NBC-fréttastofuna að hann gæti frestað banninu um 90 daga eftir að hann tekur við embætti sínu.
„Ég held að það sé vissulega kostur sem við skoðum. 90 daga framlenging er eitthvað sem verður líklegast gert, því það er viðeigandi,“ sagði hann.
„Ef ég ákveð að gera það mun ég líklega tilkynna það á mánudaginn.“