Hamas birtir nafnalistann

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Hamas birtir nafnalistann

Hamas-samtökin hafa birt nafnalista yfir þá gísla sem sleppt verður úr haldi síðar í dag.

Hamas birtir nafnalistann

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Vopna­hlé milli Ísra­els og Ham­as átti að taka gildi klukk­an …
Vopna­hlé milli Ísra­els og Ham­as átti að taka gildi klukk­an 6.30 í morg­un. AFP/Bashar Taleb

Hamas-samtökin hafa birt nafnalista yfir þá gísla sem sleppt verður úr haldi síðar í dag.

Hamas-samtökin hafa birt nafnalista yfir þá gísla sem sleppt verður úr haldi síðar í dag.

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Vopna­hlé milli Ísra­els og Ham­as átti að taka gildi klukk­an 6.30 í morg­un. 

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, frestaði vopna­hléinu vegna þess að Hamas-samtökin höfðu ekki afhent nafnalistann. Ham­as sagði seink­un­ina vera vegna „tækni­legra ástæðna“.

Þremur konum sleppt úr haldi

Í fyrsta áfanga vopna­hlésins verður 33 gíslum sleppt úr haldi. Ísraelsk stjórnvöld hafa birt nöfn þeirra.

Í færslu á Telegram segja Hamas-samtökin að þremur konum verði sleppt fyrst. Þær heita Romi Gonen, Emily Damari og Doron Steinbrecher. 

Doron Steinbrecher er 31 árs dýralæknir. Hún var í íbúð sinni í Kfar Aza þegar Hamas-liðar ruddust inn og tóku hana í gíslingu. 

Romi Gonen er 24 ára. Hún var á útihátíðinni Supernova þegar Hamas-liðar tóku hana.

Emily Damari er 28 ára. Hún var stödd í Kfar Aza þegar hún var tekin í gíslingu.

mbl.is