Kallar eftir því að vopnahlé verði virt

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Páfinn kallaði eftir að vopnahlé verði virt

Frans páfi kallar eftir því að samkomulagið um vopnahlé Ísraels og Hamas verði virt og vill að gíslarnir fái að snúa aftur heim svo þeir geti faðmað ástvini sína.

Páfinn kallaði eftir að vopnahlé verði virt

Ísrael/Palestína | 19. janúar 2025

Frans páfi í ávarpi sínu í dag.
Frans páfi í ávarpi sínu í dag. AFP

Frans páfi kallar eftir því að samkomulagið um vopnahlé Ísraels og Hamas verði virt og vill að gíslarnir fái að snúa aftur heim svo þeir geti faðmað ástvini sína.

Frans páfi kallar eftir því að samkomulagið um vopnahlé Ísraels og Hamas verði virt og vill að gíslarnir fái að snúa aftur heim svo þeir geti faðmað ástvini sína.

„Ég bið þess að mannúðaraðstoð berist til Gasa eins fljótt og auðið er,“ sagði Frans páfi í sunnudagsávarpi sínu í dag.

Allir þurfi á von að halda

Páfinn segir að Ísraelsmenn og Palestínumenn þurfi allir á von að halda en vopnahlé á milli Ísraels og Hamas hófst klukkan 9.15 að íslenskum tíma.

Í fyrsta áfanga vopnahlésins verður 33 gíslum sleppt úr haldi. 

Eru þrír gíslar þegar komnir til baka.

„Ég bið þess að allir stjórnmálaaðilar, með hjálp alþjóðasamfélagsins, haldi áfram að hjálpa þessum tveimur aðilum, svo að allir muni segja já við viðræðum, já við sáttum og já við friði,“ sagði páfinn.

mbl.is