TikTok bannað í Bandaríkjunum

TikTok | 19. janúar 2025

TikTok bannað í Bandaríkjunum

TikTok aftengdi aðgang notenda sinna í Bandaríkjunum seint í gærkvöld, skömmu áður en landsbundið bann við forritinu átti að taka gildi.

TikTok bannað í Bandaríkjunum

TikTok | 19. janúar 2025

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 …
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 daga. Samsett mynd/AFP

TikTok aftengdi aðgang notenda sinna í Bandaríkjunum seint í gærkvöld, skömmu áður en landsbundið bann við forritinu átti að taka gildi.

TikTok aftengdi aðgang notenda sinna í Bandaríkjunum seint í gærkvöld, skömmu áður en landsbundið bann við forritinu átti að taka gildi.

„Lög sem banna TikTok hafa verið sett í Bandaríkjunum,“ sagði í skilaboðum til notenda en um 170 milljónum TikTok-notenda í Bandaríkjunum er nú meinaður aðgangur að forritinu.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, íhugar að fresta banninu um 90 daga, þó ekki fyrr en eftir að hann tekur við embætti á morgun. Eftir að hafa rætt TikTok við Xi Jinping, forseta Kína, sagði Trump við NBC News í gær að hann gæti virkjað 90 daga frest eftir að hann tæki við embætti forseta.

„Ég held að það væri vissulega valkostur sem við skoðum. 90 daga framlenging er eitthvað sem líklegast verður gert, því það er viðeigandi. Ef ég ákveð að gera það mun ég líklega tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump.

Eftir margra mánaða lagadeilur staðfesti Hæstiréttur Bandaríkjanna á föstudaginn lög sem banna TikTok í landinu. Var kínverska móður­fé­lagi fyrirtækisins, ByteD­ance, gert að selja miðil­inn ellegar sæta banni í Banda­ríkj­un­um frá 19. janúar.

mbl.is