Vopnahlé milli Ísraels og Hamas hófst klukkan 9.15 að íslenskum tíma.
Vopnahlé milli Ísraels og Hamas hófst klukkan 9.15 að íslenskum tíma.
Vopnahlé milli Ísraels og Hamas hófst klukkan 9.15 að íslenskum tíma.
Vopnahléið átti að taka gildi klukkan 6.30 í morgun, en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, frestaði því vegna þess að Hamas-samtökin höfðu ekki birt nöfn þeirra gísla sem sleppa á úr haldi síðar í dag.
Hamas-samtökin birtu listann á níunda tímanum í morgun.
Í fyrsta áfanga vopnahlésins verður 33 gíslum sleppt úr haldi. Í færslu á Telegram segja Hamas-samtökin að þremur konum verði sleppt fyrst. Þær heita Romi Gonen, Emily Damari og Doron Steinbrecher.
Doron Steinbrecher er 31 árs dýralæknir. Hún var í íbúð sinni í Kfar Aza þegar Hamas-liðar ruddust inn og tóku hana í gíslingu.
Romi Gonen er 24 ára. Hún var á útihátíðinni Supernova þegar Hamas-liðar tóku hana.
Emily Damari er 28 ára. Hún var stödd í Kfar Aza þegar hún var tekin í gíslingu.