Fella ákvörðunina ekki úr gildi

Kynferðisbrot | 20. janúar 2025

Fella ákvörðunina ekki úr gildi

Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju.

Fella ákvörðunina ekki úr gildi

Kynferðisbrot | 20. janúar 2025

Sigríður Friðjónsdóttir
Sigríður Friðjónsdóttir mbl.is

Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju.

Embætti ríkissaksóknara hyggst ekki fella úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki mennina sem játuðu að hafa tekið þátt í kynmökum þar sem brotið var gegn konu með andlega fötlun. Aðeins verður hægt að ákæra mennina ef rannsókn verður tekin upp að nýju.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Tóku þátt oftar en einu sinni

Embætti ríkissaksóknara hefur dóm yfir Sigurjóni Ólafssyni verslunarstjóra til skoðunar með hliðsjón af því hvort efni sé til áfrýjunar af hálfu ákæruvaldsins, en ekki var sakfellt fyrir allt sem ákært var fyrir.

Sigurjón var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisleg brot gegn konu með andlega fötlun sem var undirmaður hans. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn syni hennar, sem einnig er með andlega fötlun, og kærustu hans sem metin er seinfær.

Málið hefur vakið mikinn óhug í samfélaginu, ekki síst fyrir þær sakir að Sigurjón var dæmdur fyrir að láta aðra karlmenn, sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíður, sofa hjá konunni gegn hennar vilja.

Lögregla hafði uppi á fjórum af þessum mönnum og viðurkenndu þrír þeirra að hafa tekið þátt í kynmökum með Sigurjóni og konunni, þar af tveir sem sögðust hafa hitt þau í tví- eða þrígang. Ákæruvaldið ákvað þó að ákæra mennina ekki þar sem embættinu þótti ólíklegt að þeir yrðu sakfelldir. Var það gert á grundvelli 145 gr. laga um meðferð sakamála.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is