Nella Diala, fyrrverandi flugfreyju hjá bandaríska flugfélaginu Alaska Airlines, var sagt upp störfum skömmu eftir að hún deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlasíðunni TikTok að hrista rassinn um borð vélar flugfélagsins.
Nella Diala, fyrrverandi flugfreyju hjá bandaríska flugfélaginu Alaska Airlines, var sagt upp störfum skömmu eftir að hún deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlasíðunni TikTok að hrista rassinn um borð vélar flugfélagsins.
Nella Diala, fyrrverandi flugfreyju hjá bandaríska flugfélaginu Alaska Airlines, var sagt upp störfum skömmu eftir að hún deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlasíðunni TikTok að hrista rassinn um borð vélar flugfélagsins.
Myndskeiðið, sem birtist á samfélagsmiðlasíðunni þann 17. nóvember síðastliðinn, vakti fljótt mikla athygli, alls ekki jákvæða, netverja og voru margir sem sögðu þetta óviðeigandi og niðurlægjandi fyrir flugfélagið.
Diala hafði starfað sem flugfreyja í sex mánuði þegar hún ákvað að búa til stutt myndskeið til að drepa tímann á milli flugferða, en engir farþegar voru um borð þegar hún „twerkaði“ fyrir myndavélina.
„Ghetto bih till i D-I-E, dont let the uniform fool you,“ skrifaði hún við myndskeiðið, en það má gróflega þýða sem „gettó-tík þar til ég dey, ekki láta einkennisbúninginn blekkja ykkur.“
Diala, sem bjóst ekki við að missa starfið vegna 15 sekúndna klippu, hefur nú sett upp styrktarreikning á GoFundMe til að vega upp tekjutapið. Hún hefur safnað tæpum 3000 bandaríkjadölum eða sem samsvarar um 400 þúsundum í íslenskum krónum.