Skíðasvæðið Homeland í Lombardy á Ítalíu er fyrsta lyftulausa skíðasvæðið í Evrópu. Alpaþorpið Montespluga, sem er við Homeland-svæðið, er í um tveggja og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Mílanó.
Skíðasvæðið Homeland í Lombardy á Ítalíu er fyrsta lyftulausa skíðasvæðið í Evrópu. Alpaþorpið Montespluga, sem er við Homeland-svæðið, er í um tveggja og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Mílanó.
Skíðasvæðið Homeland í Lombardy á Ítalíu er fyrsta lyftulausa skíðasvæðið í Evrópu. Alpaþorpið Montespluga, sem er við Homeland-svæðið, er í um tveggja og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Mílanó.
Ferðin upp á skíðasvæðið hefst í Montespluga, sem virkar frekar eins og draugabær samkvæmt blaðamanni The Guardian, en vinsæll skíðabær. Þaðan er gengið upp, en engar orkufrekar lyftur eru á staðnum né ruddar brautir, heldur er áherslan á að skíðaiðkendur gangi þangað sem snjórinn er bestur.
Þeir sem koma á svæðið í fyrsta skipti eru hvattir til að vera með leiðsögumann. Hinir sem vanari eru geta leigt skíða- og brettabúnað á staðnum og fylgt einni af fjórtán gönguleiðum sem í boði eru.
Tvær leiðir eru „auðveldar“, flestar eru „miðlungs erfiðar“ og í restina þarf meiri búnað til göngunnar eins og jöklabrodda og fleira. Fyrir göngurnar er notast við fjallaskíði sem eru léttari en venjuleg skíði og „skinn“ sem fest er undir skíðin fyrir grip á göngunni.
Homeland var sett upp árið 2023 af vinahópi sem í forsvari eru Tommaso Luzzana og Paolo Pichielo, sem reka útivistarfélag í Mílanó, og Walter Boss, fjallgöngumaður og skíðaleiðsögumaður frá Lecco.
Ákveðin óvissa ríkir um ítölsk skíðasvæði, en í dag eru 90% fjallshlíðanna háð gervisnjó og auk þess eru skíðalyftur dýrar í rekstri, samkvæmt félagasamtökunum Legambiente. Walter segir í samtali við The Guardian að fulltrúar frá öðrum svæðum á Ítalíu og í Frakklandi hafi komið til Homeland til að kynna sér fyrirkomulag svæðisins en mikill áhugi er á að útvíkka hugmyndina til fleiri skíðasvæða.