Hátt í 200 skjálftar hafa mælst í Ljósufjallakerfinu frá áramótum og eru það margfalt fleiri skjálftar en mældust á ársgrundvelli í eldstöðvarkerfinu fyrir árið 2023. Fyrir helgi kom skjálftahrina fram á mælum en allir skjálftarnir eru á miklu dýpi.
Hátt í 200 skjálftar hafa mælst í Ljósufjallakerfinu frá áramótum og eru það margfalt fleiri skjálftar en mældust á ársgrundvelli í eldstöðvarkerfinu fyrir árið 2023. Fyrir helgi kom skjálftahrina fram á mælum en allir skjálftarnir eru á miklu dýpi.
Hátt í 200 skjálftar hafa mælst í Ljósufjallakerfinu frá áramótum og eru það margfalt fleiri skjálftar en mældust á ársgrundvelli í eldstöðvarkerfinu fyrir árið 2023. Fyrir helgi kom skjálftahrina fram á mælum en allir skjálftarnir eru á miklu dýpi.
„Ljósufjallakerfið er ansi virkt núna, fyrir helgi kom smá hrina. Þetta eru skjálftar á miklu dýpi, á um 16-20 kílómetra dýpi. Út frá því hvernig skjálftavirknin hagar sér og hvað hún er djúp er líklegast að um kvikuhreyfingu sé að ræða.“
Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Nú hafa alls 176 skjálftar mælst frá áramótum, en Veðurstofa Íslands kom GPS-mæli fyrir í Hítardal í september á síðasta ári til að auka vöktun á Snæfellsnesi. Var það meðal annars gert vegna aukinnar virkni í Ljósufjallakerfinu, en upptök skjálftanna eru milli tveggja vatna, Grjótárvatns og Háleiksvatns.
Eldstöðvakerfið dregur nafn sitt af Ljósufjöllum, en miðja kerfisins er talin vera þar. Ljósufjöll sjálf eru þá talsvert langt frá þeim stað er upptök skjálftanna eru.
Aðspurður segir Benedikt alltaf einhverjar líkur á gosi en á hvaða tímaskala það er geti verið erfitt og í rauninni engin leið að spá fyrir um.
„Við getum verið að tala um ár eða áratugi en við getum líka verið að tala um styttri tíma.“
Þá tekur hann dæmi um tímann sem slíkt getur tekið. Djúp skjálftavirkni hófst í Eyjafjallajökli í kringum árið 1992 sem seinna kom í ljós að var fyrirboði um gosið víðfræga í Eyjafjallajökli árið 2010.
„Þannig að það voru um tveir áratugir sem það tók. Þannig að við getum ekkert sagt um hvaða tímaskali er á svona hlutum, við bara fylgjumst með þessu,“ segir Benedikt.