Hækka hættumat um mánaðamótin

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. janúar 2025

Hækka hættumat um mánaðamótin

„Það er mjög mikil óvissa um það hversu lengi þetta heldur áfram áður en eitthvað gerist en bara miðað við hvernig þetta hagaði sér síðast þá munum við örugglega hækka hættumatið einhvern tímann í kringum mánaðamótin.“

Hækka hættumat um mánaðamótin

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. janúar 2025

Hættumat verður líklega hækkað á Reykjanesinu um mánaðamótin.
Hættumat verður líklega hækkað á Reykjanesinu um mánaðamótin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mikil óvissa um það hversu lengi þetta heldur áfram áður en eitthvað gerist en bara miðað við hvernig þetta hagaði sér síðast þá munum við örugglega hækka hættumatið einhvern tímann í kringum mánaðamótin.“

„Það er mjög mikil óvissa um það hversu lengi þetta heldur áfram áður en eitthvað gerist en bara miðað við hvernig þetta hagaði sér síðast þá munum við örugglega hækka hættumatið einhvern tímann í kringum mánaðamótin.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is, aðspurður um stöðuna á Reykjanesskaga.

Hættumat vísar til þess að auknar líkur eru taldar á gosi sem hefur áhrif á viðbúnaðarstig viðbragðsaðila á staðnum.

„Þá höfum við nánari augu á þessu og menn tilbúnir í að það geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En það þýðir ekki endilega að það byrji alveg strax, við gætum þurft að bíða svolítið.“

Miða við fyrri reynslu

Þá segir Benedikt mikilvægt að bíða ekki of lengi með að hækka hættumatið, að fenginni reynslu.

„Miðað við hvernig þetta þjófstartaði síðast þá verðum við að passa okkur með að bíða ekki of lengi með að hækka þetta hættumat og það gæti þýtt að við þurfum að bíða lengur eftir gosi. Menn verða bara að vera þolinmóðir.“

mbl.is