„Við mæðgur elskum að fá okkur slátur og grjónagraut“

Uppskriftir | 20. janúar 2025

„Við mæðgur elskum að fá okkur slátur og grjónagraut“

Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún er mikill matgæðingur og elskar að prófa nýja hluti í eldhúsinu og finnst ákaflega gaman að kynnast heimilismat annarra landa.

„Við mæðgur elskum að fá okkur slátur og grjónagraut“

Uppskriftir | 20. janúar 2025

Ásthildur Gunnlaugsdóttir á heiðurinn af vikumatseðli vikunnar.
Ásthildur Gunnlaugsdóttir á heiðurinn af vikumatseðli vikunnar. Ljósmynd/Elisabet Blöndal

Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún er mikill matgæðingur og elskar að prófa nýja hluti í eldhúsinu og finnst ákaflega gaman að kynnast heimilismat annarra landa.

Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún er mikill matgæðingur og elskar að prófa nýja hluti í eldhúsinu og finnst ákaflega gaman að kynnast heimilismat annarra landa.

Ásthildur er stofnandi Mist & Co sem framleiðir förðunarburstahreinsivörur sem framleiddar eru á Íslandi og hafa slegið í gegn hjá förðunarfræðingum og þeim sem hafa áhuga á förðun. Einnig starfar hún sem förðunarfræðingur og hefur komið víða við. Hún hefur til að mynda tekið að sér brúðarfarðanir og þá skiptir einmitt máli fyrir brúðina að huga vel að því hvað hún borðar því öll næring hefur áhrif á húðina líkt og líkama og sál.

Ásthildur er stofnandi Mist & Co sem framleiðir förðunarburstahreinsivörur sem …
Ásthildur er stofnandi Mist & Co sem framleiðir förðunarburstahreinsivörur sem framleiddar eru á Íslandi og hafa slegið í gegn hjá förðunarfræðingum og þeim sem hafa áhuga á förðun. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Settur dagur afmælisdagur þeirra eldri

Ásthildur er einnig bráðum tveggja barna móðir en hún á 2 ára dóttur og bíður eftir komu næstu dóttur sem hún á von á sér á næstu dögum.

„Ég er núna bara að bíða eftir litlu stelpunni minni en settur dagur er einmitt afmælisdagur þeirra eldri þannig það verður spennandi að sjá hvort þær munu deila afmælisdegi,” segir Ásthildur spennt.

„Síðustu daga er ég búin að vera mikið heima að hvíla mig og nærast og er ég heppin að geta tekið mér smá frí úr vinnu og úthlutað verkefnum annars staðar, en það getur verið erfitt fyrir fólk sem er með sín eigin fyrirtæki,“ bætir hún við.

Matarástin slær í hjarta Ásthildar og leggur hún mikla áherslu á að fjölskyldan eigi ljúfa og góða samverustund þegar kvöldverðurinn er annars vegar.

„Kvöldmatur litlu fjölskyldunnar minnar er mjög heilagur fyrir okkur og okkur finnst það vera ómissandi partur af deginum að setjast niður saman, borða og spjalla.”

Hér gefur að líta draumavikumatseðilinn hennar Ásthildar sem steinliggur á þessum árstíma.

Mánudagur – Steiktur fiskur á gamla mátann

„Við elskum fisk og reynum að hafa hann á boðstólnum tvisvar sinnum í viku.“

Þriðjudagur – Kínóa- og kasjúhnetusalat

„Þetta salat er æði og ég hef gert margar útgáfur af sambærilegu salati. Lykillinn er salatdressingin og svo er hægt að vinna með alls konar grænmeti. Mér finnst hrátt rauðkál vera eitt vanmetnasta grænmeti á markaðinum! Við notum það mikið í salöt og á taco og fleira.“

Miðvikudagur – Grjónagrautur

„Grjónagrautur er alltaf klassískur og við mæðgur elskum að fá okkur grjónagraut og slátur þegar pabbinn er að vinna. Hann er sem sagt ekki jafn hrifinn.“

Föstudagur - Pítsakvöld

„Það gerist ekki klassískara en að hafa pítsur í föstudagsmatinn. Þessi uppskrift er algjör snilld en við gerum yfirleitt 2-3 týpur af pítsum. Stundum kaupum við tilbúið deig eða bökum það sjálf en oft kaupum við tilbúnar ítalskar, eldbakaðar, frosnar pítsur og röðum alls konar kræsingum á þær.“

Laugardagur – Pönnusteikt lúða með ólífum og kapers

„Þessi uppskrift er æði. Ég elska pönnusteikta lúðu í alls konar útgáfum.“

Pönnusteikt lúða með kapers, ólífum og rækjum.
Pönnusteikt lúða með kapers, ólífum og rækjum. Ljósmynd/Aðsend

Pönnusteikt lúða með kapers, ólífum og rækjum

Fyrir 4

  • stór­lúðubit­ar með roði (kótilett­ur), 200-250 g hver
  • 3 msk. ólífu­olía til steik­ing­ar

Meðlæti

  • 400 g rækj­ur
  • 200 g ólíf­ur, græn­ar
  • 4-6 msk. kapers
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 150 g smjör
  • salt og pip­ar

Aðferð

  1. Steikið lúðukótilett­urn­ar á heitri pönnu, kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  2. Setjið í 200°C heit­an ofn í 8-10 mínútur. (eft­ir þykkt stykkj­anna).
  3. Berið fram með steikt­um rækj­um, ólíf­um og kapers.

Meðlæti

  1. Bræðið smjörið á pönnu og létt­brúnið ásamt ólífu­olí­unni.
  2. Bætið ólíf­um og kapers sam­an við - og síðan rækj­um og sítr­ónusafa.
  3. Kryddið með salti og pip­ar. Skiptið á diska og leggið lúðustykk­in yfir.

Annað meðlæti

  • Berið gjarn­an fram með soðnum, smá­um kart­öfl­um.

Sunnudagur – Lambafille með rjómalagaðri sveppasósu

„Þessi réttur er algjör íslensk klassík og fullkominn sunnudagskvöldverður.“

 

 

 

mbl.is