66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Fatastíllinn | 21. janúar 2025

66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Íslenska útivistarmerkið 66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fer fram dagana 27.-31. janúar. Þetta verður í fyrsta skiptið sem merkið tekur þátt í tískuvikunni en 66° Norður hefur rekið verslun í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið. 

66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Fatastíllinn | 21. janúar 2025

Verslun 66°Norður er staðsett á Sværtegade 12 í Kaupmannahöfn.
Verslun 66°Norður er staðsett á Sværtegade 12 í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/66°Norður

Íslenska útivistarmerkið 66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fer fram dagana 27.-31. janúar. Þetta verður í fyrsta skiptið sem merkið tekur þátt í tískuvikunni en 66° Norður hefur rekið verslun í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið. 

Íslenska útivistarmerkið 66°Norður sýnir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fer fram dagana 27.-31. janúar. Þetta verður í fyrsta skiptið sem merkið tekur þátt í tískuvikunni en 66° Norður hefur rekið verslun í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið. 

66°Norður tekur þátt með sérstakri sýningu sem ber heitið 99 ár - 867,815,464 klukkustundir. Nafnið er táknrænt fyrir langa sögu fyrirtækisins sem er orðið 99 ára. Sýningin verður miðpunktur á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar þar sem bæði söguleg íslensk arfleið og nútímaleg hönnun byggð á nýjustu tækni og sjálfbærni verða í forgrunni.

Sögulegir stílar verða til sýnis.
Sögulegir stílar verða til sýnis. Ljósmynd/66°Norður

Óhefðbundin tískusýning

Sýningin fer fram þann 28. febrúar frá kl. 11:00-17.00 á Rådhuspladsen 37. Þar verða dregnar fram fjölmargar, sögulegar flíkur og sumar af þeim eru allt að 70 ára gamlar. Þar má til að mynda nefna fyrsta sjóstakkinn og fatnað frá ólympíuleikum. Sýningin mun meðal annars bjóða upp á snertiskynjun, hljóðupplifun og íslenskan foss og veitir gestum innsýn í hönnunarferli og handverk fyrirtækisins á einstakan hátt. Sýningin mun koma til með að flakka á milli landa og verður til að mynda hluti hennar sýnilegur í London og á Íslandi síðar á árinu. 

„Þetta er ekki hefðbundin tískusýning sem er 30 mínútur og beint í næstu vörulínu. Okkur þykir mikilvægt að ögra tískuviðmiðum enda hönnum við alla okkar stíla þannig að þeir séu margnota, tæknilegir og tímalausir. Við erum gríðarlega stolt af okkar íslensku arfleið og því fannst okkur mikilvægt að hafa sýninguna aðgengilega almenningi í heilan dag og gefa fólki tækifæri að kynnast vörumerkinu og sýna íslenska hönnun í nýju ljósi,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjálfbærni og mun það vera dregið fram í sýningunni. 

Sýningin er opin almenningi og gerir fólki kleift að kynnast …
Sýningin er opin almenningi og gerir fólki kleift að kynnast vörumerkinu og sjá íslenska hönnun í nýju ljósi. Ljósmynd/66°Norður
mbl.is