Hið árlega Herrakvöld Fylkis var haldið hátíðlegt föstudaginn 17. janúar en alls mættu um 550 herramenn og gerðu sér glaðan dag í íþróttahúsi Fylkis við Fylkisveg í Árbænum.
Hið árlega Herrakvöld Fylkis var haldið hátíðlegt föstudaginn 17. janúar en alls mættu um 550 herramenn og gerðu sér glaðan dag í íþróttahúsi Fylkis við Fylkisveg í Árbænum.
Hið árlega Herrakvöld Fylkis var haldið hátíðlegt föstudaginn 17. janúar en alls mættu um 550 herramenn og gerðu sér glaðan dag í íþróttahúsi Fylkis við Fylkisveg í Árbænum.
Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, sem hafa deilt borgarstjórnarembættinu á kjörtímabilinu, voru báðir mættir í Árbæinn á föstudaginn. Einar tók við embætti borgarstjóra af Degi í janúar á síðasta ári en Dagur er uppalinn Árbæingur.
Þorramatur var á boðstólnum sem og grillað lambalæri. Veislustjóri kvöldsins var Gísli Einarsson, þá fór Árbæingurinn Björn Bragi Arnarsson með gamanmál og söngvarinn Gunnar Ólafsson hélt svo uppi stemningunni.
Þá var hið árlega málverkauppboð á sínum stað og fóru nokkrir herramenn heim með fallega list á veggina sína þó einhverjir hafi óvart keypt vitlaust málverk í öllum hamaganginum.