Andrea Ylfa Guðrúnardóttir framreiðslumeistari hefur afrekað mikið á stuttum tíma á framreiðsluferli sínum. Hún útskrifaðist árið 2020 og þá var hún einungis tvítug. Frá útskrift hefur hún klárað meistarann og unnið titilinn framreiðslumaður ársins tvívegis, árin 2022 og 2023.
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir framreiðslumeistari hefur afrekað mikið á stuttum tíma á framreiðsluferli sínum. Hún útskrifaðist árið 2020 og þá var hún einungis tvítug. Frá útskrift hefur hún klárað meistarann og unnið titilinn framreiðslumaður ársins tvívegis, árin 2022 og 2023.
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir framreiðslumeistari hefur afrekað mikið á stuttum tíma á framreiðsluferli sínum. Hún útskrifaðist árið 2020 og þá var hún einungis tvítug. Frá útskrift hefur hún klárað meistarann og unnið titilinn framreiðslumaður ársins tvívegis, árin 2022 og 2023.
Hún hefur einnig útskrifað einn framreiðslunema og verið að dæma í framreiðslukeppnum, má þar nefna Euroskills sem er virt Evrópumót í iðngreinum.
Engin lognmolla hefur verið kringum Andreu en hún tók þátt í að opna einn vinsælasta veitingastað í Reykjavík, OTO, við Hverfisgötu árið 2023.
„Við fengum þá viðurkenningu að vera besti veitingastaðurinn á Íslandi árið 2024 og náðum þar að auki að vinna okkur inn Michelin-meðmæli, sem er stór áfangi og mikill heiður í veitingageiranum,“ segir Andrea með bros á vör.
Eftir framúrskarandi árangur og velgengni í starfi sínu ákvað hún að skipta um svið. Andrea vendi kvæði sínu í kross og skipti um vettvang á síðasta ári. Hún færði sig yfir í eftirréttaheiminn og skráði sig á matreiðslusamning og ætlar að leggja áherslu á nám í pastry chef eða eins og sagt er á íslensku nám í kökugerð. Undanfarna mánuði hefur hún dvalist í Stokkhólmi í Svíþjóð að læra pastry og unir hag sínum vel.
„Ég skráði mig á matreiðslusamning síðastliðið sumar en ætla að leggja áherslu á pastry þar sem áhuginn minn liggur þar. Ég hef því dvalist eins og áður sagði í Stokkhólmi að læra pastry í bakaríinu Socker Sucker, sem býður upp á fallega eftirrétti ásamt góðu bakkelsi og konfekti,“ segir Andrea full eldmóðs.
„Mig langaði frekar að taka kokkinn heldur en bakarann vegna þess að kokkurinn er með góðan grunn og öðruvísi vinnuaðferðir sem höfða til mín. Aðalástæðan fyrir breytingunni er að ég hef mjög gaman af tækninni og aðferðunum við eftirréttagerð og ísgerð, til að mynda eins og að gera gelato. Ásamt því að búa til konfekt og súkkulaðiskraut,“ segir Andrea sem er full eftirvæntingar.
„Það er svo mikið í boði og margt hægt að læra, á flestum veitingastöðum sem ég hef unnið á hef ég aðstoðað við að gera eftirréttina. En ég hef alltaf haft gaman af því að baka og hef verið að prófa mig áfram í eldhúsinu síðan ég var lítil.
Þegar ég fer heim í sveitina til ömmu og afa prufa ég mig áfram í hinu og þessu sem mig langar til þess að læra að gera. Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa fengið að sjá hitt og þetta sem ég hef verið að búa til í eldhúsinu hjá þeim,“ segir Andrea og hlær.
„Það hefur lengi verið á dagskránni hjá mér að skipta yfir í pastry. Í byrjun árs 2023 var ég búin að taka þá ákvörðun að hætta á þáverandi veitingastað og loksins skipta yfir í eldhúsið. En þá bauðst mér tækifæri til að opna veitingastað, byrja frá grunni og vera þar veitingastjóri. Það býðst ekki á hverjum degi og þarna var ég aðeins 23 ára gömul. En ég var samt alltaf áfram með það á bak við eyrað að fara yfir í pastry.“
Andrea neitar því ekki að mikil breyting sé að fara úr salnum yfir í eldhúsið. „Pressan er klárlega öðruvísi og það er erfiðara að sjá og vita ekki hvað er að gerast frammi í sal. Í eldhúsinu er oft eins og maður hafi ekki undan öllum pöntununum og erfiðara að sjá kvöldið fyrir sér en þegar þú ert í salnum. Þá sérðu nákvæmlega allar bókanir, ef gestir koma seint og ef kvöldið stefnir í einhverja vitleysu. En í eldhúsinu er erfiðara að sjá fram í tímann.
Á fyrstu vöktunum í eldhúsinu átti ég alveg erfitt með að hoppa ekki fram að hjálpa til, mig klæjaði alveg í puttana. En það er líka gott að hafa upplifað hvort tveggja.
Hefur þú ávallt haft ástríðu fyrir bakstri og kökuskreytingum?
Já, heldur betur. Ólöf Ólafsdóttir, oft kölluð eftirréttadrottningin, er besta vinkona mín og fyrirmynd er konditor. Ég hef auðvitað nýtt hvert einasta tækifæri sem gefst til að vera með henni í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur sem tengjast eftirréttum og pastry.
Hvað er það sem heillar þig mest?
„Þegar kemur að bakstri og eftirréttum er það oftast fyrir gleðileg tilefni, hvað er betra en að vera með fallega köku sem fangar bæði augu og munn í afmælis- eða fermingarveislunni? Það er svo gaman og gefandi að búa til eitthvað sjálfur og gleðja aðra.“
Þú ákvaðst einnig að læra erlendis, skiptir það sköpun?
„Mig langaði til þess að vinna með flottum fagmönnum og læra af þeim ásamt því að búa til sterkara tengslanet. Bransinn er svo lítill heima á Íslandi þegar kemur að eftirréttum og pastryréttum, það er mun minna í boði,“ segir Andrea og bætir við að hún hafi verið einstaklega heppin með bakaríið sem hún fékk samning hjá.
„Bakaríið heitir Socker Sucker og er staðsett í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bakaríið býður upp á fallega eftirrétti, ásamt góðu bakkelsi og konfekti.
Eigendurnir eru þau Bedros og Frida, Bedros er bakari og Frida er konditor, þau eru bæði margfaldir verðlaunahafar í sínum fögum. Bedros er þjálfari hjá sænska bakaralandsliðinu ásamt því að hafa verið valinn annar besti bakari í heimi árið 2019. Frida er í sænska kokkalandsliðinu og er Evrópumeistari,“ segir Andrea.
„Þau sáu nýverið um kvöldverðinn á Nóbelsverðlaunahátíðinni sem er haldin hér í Stokkhólmi. Bedros sá um brauðið og Frida hannaði eftirréttinn. Það var ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig undirbúningurinn fór fram fyrir svona stóran kvöldverð og vinnan sem fór í þetta var svakaleg.“
Hvernig var undirbúningurinn fyrir jólahátíðina þegar kom að bakstri, var hann svipaður og hér heima?
„Hér á Socker Sucker er allt búið til frá grunni, allt frá konfekti yfir í kökur. Í Svíþjóð er mikil jólahefð að baka jólakökur og bakkelsi með saffran, fyrir mér var það smá menningarsjokk þar sem við Íslendingar notum saffran allan ársins hring í matargerð. Það var vissulega furðulegt að smakka sætt brauð með saffran, hvað þá saffran croissant.“
Andrea er afar ánægð með þá reynslu sem hún hefur fengið úti og hlakkar til að koma heim reynslunni ríkari. „Næst á dagskrá er að flytja í heimabæinn minn, Akureyri, og vinna á veitingastaðnum Múlabergi,“ segir Andrea að lokum með bros á vör.