Boltaland fyrir fullorðna vekur athygli

Borgarferðir | 21. janúar 2025

Boltaland fyrir fullorðna vekur athygli

Hefur þig, sem fullorðinn einstakling, einhvern tímann langað til að fara í boltaland? Þá er kjörið að kynna sér Balloon Museum á Eichenstrase í Berlín. Hugmyndin er sprottin frá sýningarstjórateymi sem hannar og framkvæmir samtímalistasýningar með sérstökum verkum þar sem „loft“ er einkennandi þáttur.

Boltaland fyrir fullorðna vekur athygli

Borgarferðir | 21. janúar 2025

Hvernig væri að vera menningarlegur og leika sér á sama …
Hvernig væri að vera menningarlegur og leika sér á sama tíma? Skjáskot/Instagram

Hefur þig, sem fullorðinn einstakling, einhvern tímann langað til að fara í boltaland? Þá er kjörið að kynna sér Balloon Museum á Eichenstrase í Berlín. Hugmyndin er sprottin frá sýningarstjórateymi sem hannar og framkvæmir samtímalistasýningar með sérstökum verkum þar sem „loft“ er einkennandi þáttur.

Hefur þig, sem fullorðinn einstakling, einhvern tímann langað til að fara í boltaland? Þá er kjörið að kynna sér Balloon Museum á Eichenstrase í Berlín. Hugmyndin er sprottin frá sýningarstjórateymi sem hannar og framkvæmir samtímalistasýningar með sérstökum verkum þar sem „loft“ er einkennandi þáttur.

Sýningar Balloon Museum fara einnig fram í öðrum heimsborgum eins og Róm, New York og London og eru fyrir fólk á öllum aldri. 

Sýningin sem opnaði í Berlín í desember er í gangi til 20. apríl og kallast „Pop Air“. 

Gestir upplifa ferðalag í gegnum óvenjulegar innsetningar með óvæntum formum þar sem miðjan er samspil við áhorfandann. List sem hægt er að snerta og leika sér með og er aldrei kyrrstæð.

Þessi óhefðbundna nálgun á menningu er heillandi og forvitnileg fyrir jafnt fullorðna sem börn. Minnir um margt á risastórt leiksvæði þar sem hægt er að finna barnið í sér og bregða á leik.

Balloon Museum

mbl.is