Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu í dag, eða svokölluðu leðurbrúðkaupi.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu í dag, eða svokölluðu leðurbrúðkaupi.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu í dag, eða svokölluðu leðurbrúðkaupi.
Hjónin, sem eru búsett í Þýskalandi ásamt tveimur börnum sínum, giftu sig hjá sýslumanni þar í landi í janúar 2022 og gengu í það heilaga í annað sinn á Íslandi þann 22. júlí 2023.
Katrín Edda deildi fallegri myndaseríu af hjónunum á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins.
„3 ára brúðkaupsafmæli í dag og allt verður bara betra og betra.
Hversu heppin er maður þegar maður hefur fundið sinn fullkomna helming, eignast með honum heimili og svo tvö fullkomin börn? Ekki sjálfsagt og ég trúi því varla sjálf stundum,“ skrifaði hún við færsluna.
Smartland óskar hjónunum hjartanlega til hamingju!