Útvarpsmaðurinn Ólafur Jóhann Steinsson og kærasta hans, Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, ákváðu að fagna afmæli hennar með stæl í ár. Þau gerðu sér ferð til Maldíveyja, þar sem þau nutu skínandi sólar og töfrandi sjós.
Útvarpsmaðurinn Ólafur Jóhann Steinsson og kærasta hans, Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, ákváðu að fagna afmæli hennar með stæl í ár. Þau gerðu sér ferð til Maldíveyja, þar sem þau nutu skínandi sólar og töfrandi sjós.
Útvarpsmaðurinn Ólafur Jóhann Steinsson og kærasta hans, Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, ákváðu að fagna afmæli hennar með stæl í ár. Þau gerðu sér ferð til Maldíveyja, þar sem þau nutu skínandi sólar og töfrandi sjós.
Ólafur Jóhann og Sigurlaug fóru með stuttum fyrirvara til Maldíveyja.
„Þetta var eiginlega bara skyndiákvörðun, þannig við þurftum ekki að safna mikið fyrir þessu,“ segir Ólafur.
Hann segir það hafa verið lykilatriði að púsla saman ódýrum flugleiðum til að halda kostnaði niðri. Hins vegar getur gisting á Maldíveyjum verið mjög dýr, sérstaklega á háannatíma, en sem betur fer fann parið hagstætt tilboð á bókunarsíðu.
Ferðalagið var samt sem áður langt og innihélt næturflug frá París til Malé – en þar beið þeirra óvæntur glaðningur: „Við fengum upgrade í bisness og sváfum alla leið,“ segir hann.
@olafurjohann123 Eflaust bestu 9 tímar sem ég hef átt í flugvél
♬ original sound - oli
Þegar komið var til Maldíveyja tóku þau 45 mínútna bátsferð yfir á hótelið Sun Siyam Olhuveli. Stærsti hluti frísins fór í afslöppun, sólbað og busl í tærum sjónum.
Ólafur nefnir þó sérstaklega ferðalag á eyju í nágrenninu sem eftirminnilega upplifun og einnig fagnaði hann afmælisdegi Sigurlaugar með pomp og prakt.
@olafurjohann123 Fáránlega gott afmæli verð ég að segja
♬ original sound - oli
Ólafur segir að Maldíveyjar séu bæði eins og maður ímyndar sér, með skínandi sól og kristaltærum sjó, en að einnig sé þar viss menningarmunur.
„Það er ekki alls staðar svona mikill lúxus eins og á sumum þessum eyjum, við fundum alveg fyrir menningarsjokki“ útskýrir hann.
@olafurjohann123 Þetta var bara geggjuð eyja svo @Sigurlaug Birna ♬ original sound - oli
Aðspurður hvort hann hafi ráðleggingar fyrir þá sem hugnast ferð á Maldíveyjar, mælir Ólafur með að fólk pakki snorkl-græjum, því þær geti verið dýrar í innkaupum þegar á hólminn er komið.
„Það er einnig oft bara ein búð á hverri eyju og þar er allt ansi dýrt, svo ég mæli með að taka allt svona með að heiman,“ segir hann og bætir við að sólarvörn geti kostað allt að 10.000 krónur ef kaupa þarf hana á staðnum.
„Maldíveyjar eru meiri paradís en hins vegar er auðveldara að koma sér yfir á Bahamaeyjar.“