Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið undanfarið en Reykjanesskaginn hefur verið sérlega virkur síðustu ár.
Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið undanfarið en Reykjanesskaginn hefur verið sérlega virkur síðustu ár.
Nokkur skjálftavirkni hefur verið víða um landið undanfarið en Reykjanesskaginn hefur verið sérlega virkur síðustu ár.
Þá hafa Ljósufjallakerfið og Bárðarbunga einnig sýnt meiri virkni að undanförnu.
„Mér finnst mjög ólíklegt að Reykjanesskagi hafi mikil áhrif í Ljósufjallakerfinu eða í Bárðarbungu vegna þess að þrátt fyrir allt þá er það tiltölulega lítill atburður. Ég get ekki fullyrt það en miðað við merkin sem við sjáum finnst mér það ólíklegt.“
Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is, spurður hvort skjálftastöðvar geti haft áhrif hver á aðra.
Slíkt geti þó gerst.
„Eins og eftir Bárðarbungu 2014, þegar við fengum kvikuinnskot inn í Holuhraun og svo eldgos. Þá sást aflögunin í tengslum við þann atburð um allt land. Þannig að það er mjög líklegt að hann hafi haft veruleg áhrif til dæmis á aðrar eldstöðvar. Það er möguleiki á að það hafi haft áhrif á Öræfajökul, hann sýndi merki um virkni þarna tveimur árum seinna. Við getum ekki fullyrt um það en sá atburður var það stór að það sáust merki um hann um allt land,“ segir Benedikt.
„Reykjanesskaginn er nálægt okkur þannig að við sjáum það aðeins í öðru ljósi en það er miklu minni atburður.“
Þannig að það er ólíklegt að hann hafi áhrif á Ljósafjallakerfið eða Bárðarbungu?
„Já, það eru allavega engin merki um að eldvirknin hafi haft mikil áhrif út fyrir Reykjanesskagann. Við sáum enga aflögun eftir 10. nóvember, þegar kvikuhlaupið varð, nema bara rétt á Reykjanesskaga. Þannig að það er alveg stærðargráðumunur á þessum atburðum.“