Skiptar skoðanir á fatnaði Ivönku Trump

Fatastíllinn | 21. janúar 2025

Skiptar skoðanir á fatnaði Ivönku Trump

Donald Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í gær. Vel var fylgst með klæðaburði fólks allan daginn við mismunandi viðburði tengda innsetningunni. Klæðnaður Ivönku Trump, dóttur hans, vakti mikla athygli undanfarinn sólarhring á helstu tískumiðlum heims.

Skiptar skoðanir á fatnaði Ivönku Trump

Fatastíllinn | 21. janúar 2025

Það eru skiptar skoðanir á klæðnaði Ivönku Trump. Sumum þótti …
Það eru skiptar skoðanir á klæðnaði Ivönku Trump. Sumum þótti hún glæsileg á meðan aðrir líktu henni við sögupersónu í þáttunum The Handmaid's Tale. Ljósmynd/AFP

Donald Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í gær. Vel var fylgst með klæðaburði fólks allan daginn við mismunandi viðburði tengda innsetningunni. Klæðnaður Ivönku Trump, dóttur hans, vakti mikla athygli undanfarinn sólarhring á helstu tískumiðlum heims.

Donald Trump sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í gær. Vel var fylgst með klæðaburði fólks allan daginn við mismunandi viðburði tengda innsetningunni. Klæðnaður Ivönku Trump, dóttur hans, vakti mikla athygli undanfarinn sólarhring á helstu tískumiðlum heims.

Trump klæddist sægrænni pilsadragt frá franska tískuhúsinu Christian Dior. Hún bar hatt í sama lit í stíl, í svörtum pinnahælum og hélt á Lady Dior, einni þekktustu tösku Dior, í svörtum lit. Um mittið var hún með þunnt svart belti. Buxnadragtin hefur verið ríkjandi í tískuheiminum síðustu ár en undanfarna mánuði hefur pilsadragtin verið að koma inn.

Skartið var mínimaliskt.
Skartið var mínimaliskt. Ljósmynd/AFP

Líkt við persónu í Handmaid's Tale

Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við þennan klæðnað. Liturinn fer henni vel og þetta er klassískur fatnaður frá einu fremsta tískuhúsi heims. Sniðið á jakkanum er vísun í The New Look-tímabilið sem kom Christian Dior á kortið árið 1947. Það þótti nýr og ferskur andblær inn í annars sniðlausa og efnismikla tísku stríðsáranna sem hafði áður ríkt og loksins var farið að ýta undir kvenlegar línur. Með The New Look endurvakti Dior franska hátísku.

Fatnaðinum var þó líka líkt við fatnað einnar aðalpersónu þáttanna The Handmaid's Tale, Serenu Waterford, sem var eiginkona aðalyfirmannsins í þáttunum, Fred Waterford. Sögupersónan var leikin af Faye Dunaway. Höfundur bókanna, hin kanadíska Margaret Atwood, bjó til sögupersónuna til að sýna fram á hræsni kvenna sem nota valdastöður sínar til að kúga aðrar konur. Serena var kaldhæðin persóna og hvorki friðsæl né glöð. 

View this post on Instagram

A post shared by Diet Prada ™ (@diet_prada)

Mátanir í París

Því hafði verið spáð að Trump myndi ferðast til Parísar í fataleit fyrir daginn. Um kvöldið klæddist hún hvítum hátískusíðkjól frá Givenchy. Kjóllinn var hlýralaus og bróderaður með svartri blúndu á bol og pilsi.

Trump klæddist hátísku frá Frakklandi.
Trump klæddist hátísku frá Frakklandi. Ljósmynd/Afp
Trump var með svarta hanska við hvítan og svartan kjól.
Trump var með svarta hanska við hvítan og svartan kjól. Ljósmynd/AFP



mbl.is