Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 21. janúar 2025

Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps

Fjöldi fyrirmenna var saman kominn í Washington í gær til að fylgjast með Donald Trump sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. 

Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 21. janúar 2025

Lauren Sanchez mætir á innsetninguna ásamt unnusta sínum Jeff Bezos.
Lauren Sanchez mætir á innsetninguna ásamt unnusta sínum Jeff Bezos. Chip Somodevilla /AFP

Fjöldi fyrirmenna var saman kominn í Washington í gær til að fylgjast með Donald Trump sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. 

Fjöldi fyrirmenna var saman kominn í Washington í gær til að fylgjast með Donald Trump sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. 

Blaðakonan Lauren Sanchez hneykslaði fjöldann á innsetningarhátíðinni. Sanchez sem er á sextugs aldri leit í fyrstu út fyrir að vera fagleg og glæsileg til fara í dragt frá Alexander McQueen og hvítri, aðhnepptri mohair-kápu.

Sanchez mætti ásamt unnusta sínum, Jeff Bezos, stofnanda Amazon, klædd kápunni með sítt, dökkt hárið sem bylgjaðist niður á bak í lágu tagli. 

Þegar inn var komið fór hún úr kápunni og brá svo við að klæðnaðurinn þótti ekki viðeigandi. Innan undir klæddist hún hvítri buxnadragt, í blúndubrjóstahaldara undir samsvarandi jakka. 

Djarft fataval Sanchez setti allt á fullt á samfélagsmiðlinum X í gær þar sem netverjar voru ekki par sáttir með blaðakonuna. Var fólk nokkuð harðort í garð Sanchez og lét ýmisar athugasemdir falla um klæðnaðinn, t.a.m: „Lauren Sanchez, algjörlega óviðeigandi klæðnaður í dag,“ eða „Í alvöru, brjóstahaldari sem sést greinilega. Í dag er ekki næturklúbbaviðburður. Sýndu smá klassa og reisn.“

Daily Mail

Það má deila um hve „óþægilega“ klædd Sanchez var á …
Það má deila um hve „óþægilega“ klædd Sanchez var á innsetningunni. CHIP SOMODEVILLA/AFP
mbl.is