Sláandi lík föður sínum

Frægar fjölskyldur | 21. janúar 2025

Sláandi lík föður sínum

Hin níu ára gamla Chanel Nicole Marrow, dóttir rapparans og leikarans Ice-T og glamúrfyrirsætunnar Coco Austin, þykir sláandi lík föður sínum.

Sláandi lík föður sínum

Frægar fjölskyldur | 21. janúar 2025

Ice-T og Chanel Nicole.
Ice-T og Chanel Nicole. Skjáskot/Instagram

Hin níu ára gamla Chanel Nicole Marrow, dóttir rapparans og leikarans Ice-T og glamúrfyrirsætunnar Coco Austin, þykir sláandi lík föður sínum.

Hin níu ára gamla Chanel Nicole Marrow, dóttir rapparans og leikarans Ice-T og glamúrfyrirsætunnar Coco Austin, þykir sláandi lík föður sínum.

Ice-T, sem heitir réttu nafni Tracy Lauren Marrow, deildi mynd af sér ásamt dóttur sinni á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í gærdag, sem vakti strax mikla athygli.

Margir rituðu athugasemdir við færsluna og minntust sérstaklega á líkindi feðginanna, en flestir voru sammála um að stúlkan væri eins og snýtt út úr nefi föður síns.

„Þú þarft sko ekki erfðapróf, hún er alveg eins og þú,“ skrifaði einn netverji á meðan annar forvitnaðist um hvort rapparinn hefði einfaldlega klónað sig.

Ice-T, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni Law & Order: Special Victims Unit, á þrjú börn, tvær dætur og einn son, á aldursbilinu 9 til 48 ára, en Chanel er eina barn hans og Austin.  

View this post on Instagram

A post shared by ICEMFT (@icet)

mbl.is