Þann 17. janúar var opnun frönsku kvikmyndahátíðarinnar haldin með pompi og prakt. Í ár á hátíðin 25 ára afmæli og opnunarmyndin, A Little Something Extra eða Un p’tit truc en plus, skorar á áhorfandann að endurhugsa hvað þýðir að vera „öðruvísi“.
Þann 17. janúar var opnun frönsku kvikmyndahátíðarinnar haldin með pompi og prakt. Í ár á hátíðin 25 ára afmæli og opnunarmyndin, A Little Something Extra eða Un p’tit truc en plus, skorar á áhorfandann að endurhugsa hvað þýðir að vera „öðruvísi“.
Þann 17. janúar var opnun frönsku kvikmyndahátíðarinnar haldin með pompi og prakt. Í ár á hátíðin 25 ára afmæli og opnunarmyndin, A Little Something Extra eða Un p’tit truc en plus, skorar á áhorfandann að endurhugsa hvað þýðir að vera „öðruvísi“.
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og talsmaður um réttindi fatlaðs fólks, hélt djúpa ræðu um mikilvægi fjölbreytni í kvikmyndum og hvernig opnunarmyndin ýtir undir að áhorfandinn líti öðrum augum á lífið og tilveruna. Tala Steinunnar var í takt við söguþráð kvikmyndarinnar sem m.a. tekst á við málefni fatlaðs fólks út frá einstöku sjónarhorni.
Opnunarmyndin hefur verið gríðarlega vinsæl í heimalandinu, Frakklandi. Hún var á toppnum í átta vikur samfleytt með yfir 7,3 milljónir áhorfenda.
Fjölmargir voru staddir við opnunina sem haldin var í Bíó Paradís en þess má geta að franska kvikmyndahátíðin er sú elsta sem haldin er á Íslandi. Frönsk kvikmyndahátíð fer fram dagana 17.-26. janúar í Bíó Paradís í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Francaise.