Trump þegar farinn að segja upp embættismönnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 21. janúar 2025

Trump þegar farinn að segja upp embættismönnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar rekið fjóra háttsetta embættismenn sem Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði. 

Trump þegar farinn að segja upp embættismönnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 21. janúar 2025

Trump á innsetningarathöfninni í gær.
Trump á innsetningarathöfninni í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar rekið fjóra háttsetta embættismenn sem Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar rekið fjóra háttsetta embættismenn sem Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði. 

Þetta tilkynnti hann í nótt á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, þar sem hann varaði jafnframt við því að þetta væri aðeins byrjunin. Hann ætti eftir að láta yfir þúsund í viðbót fara.

„Starfsfólk mitt á forsetaskrifstofunni vinnur nú að því að bera kennsl á og fjarlægja yfir þúsund manns sem voru skipaðir í fyrri forsetatíð, sem samræmast ekki framtíðarsýn okkar um hvernig eigi að gera Bandaríkin frábær aftur,“ segir í færslu Trumps á samfélagsmiðlinum.

mbl.is