Upphaf Covid–19 líklega tengt leðurblöku

Dagmál | 21. janúar 2025

Upphaf Covid–19 líklega tengt leðurblöku

Enn hefur ekki verið staðfest hvernig áður óþekkt veira, sem olli sjúkdóminum Covid–19, kom fram á sjónarsviðið. Böndin berast þó að leðurblökum og jafnvel þvottabjörnum. Staðsetningin er nokkuð niðurnegld en það er borgin Wuhan í Kína.

Upphaf Covid–19 líklega tengt leðurblöku

Dagmál | 21. janúar 2025

Enn hefur ekki verið staðfest hvernig áður óþekkt veira, sem olli sjúkdóminum Covid–19, kom fram á sjónarsviðið. Böndin berast þó að leðurblökum og jafnvel þvottabjörnum. Staðsetningin er nokkuð niðurnegld en það er borgin Wuhan í Kína.

Enn hefur ekki verið staðfest hvernig áður óþekkt veira, sem olli sjúkdóminum Covid–19, kom fram á sjónarsviðið. Böndin berast þó að leðurblökum og jafnvel þvottabjörnum. Staðsetningin er nokkuð niðurnegld en það er borgin Wuhan í Kína.

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að óyggjandi sannanir liggi ekki fyrir en líklegasta skýringin sé sú að rekja megi veiruna til leðurblöku og jafnvel komi við sögu fleiri dýr sem mögulegir millihýslar áður en að hún smitaðist yfir í menn.

Guðrún er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar meðal annars þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi upphaf Covid–19 sjúkdómsins. Hún segir sérfræðinga bera saman um að staðsetningin sé borgin Wuhan og vissulega sér rannsóknarstöð staðsett þar einnig.

Kínverjar ekki samvinnuþýðir

Hún segir að Kínverjar hafi ekki verið samvinnuþýðir varðandi afhendingu á gögnum sem gætu varpað endanlegu ljósi á upphafið en flestir telji að rekja megi það til matarmarkaðarins í Wuhan. Þar eins og á öðrum svipuðum mörkuðum sem eru vinsælir, einkum í SA–Asíu ægir saman alls konar dýrum og fuglum.

Sá hluti viðtalsins við Guðrúnu sem fylgir hér með fréttinni er þegar hún ræðir hvað við vitum í dag um upphaf Covid–19.

Margt fleira ber á góma í viðtalinu, þar á meðal hvaða ógnir geta steðjað að mannkyninu á þessu sviði í framtíðinni. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni með því að smella á linkinn hér að neðan.

mbl.is