Hershöfðingi ísraelska hersins, Herzi Halevi, hefur sagt af sér vegna ábyrgðar hans á mistökum hersins þegar Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael 7. október 2023.
Hershöfðingi ísraelska hersins, Herzi Halevi, hefur sagt af sér vegna ábyrgðar hans á mistökum hersins þegar Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael 7. október 2023.
Hershöfðingi ísraelska hersins, Herzi Halevi, hefur sagt af sér vegna ábyrgðar hans á mistökum hersins þegar Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael 7. október 2023.
Ísraelski herinn hefur birt afsagnarbréf hershöfðingjans á X.
Kemur þar fram að Halevi viðurkennir ábyrgð á mistökum hersins þann 7. október en tekur hann fram að afsögn sín komi á tíma þar sem ísraelski herinn sé að upplifa verulegan árangur.
Vopnahlé hefur tekið gildi milli Ísraela og Hamas-samtakanna og hefur herinn unnið að því að fá ísraelska gísla til baka úr haldi Hamas.
Kemur fram í bréfi Halevi að hann hafi óskað eftir því að segja endanlega skilið við starf sitt þann 6. mars. Fram að því muni hann ljúka rannsókn hersins á atburðarásinni sem átti sér stað 7. október og halda áfram að styrkja öryggiskerfi hersins.