Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland

Rússland | 22. janúar 2025

Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland

Breski sjóherinn hefur séð til njósnaskips á vegum rússneska hersins við Bretland. John Healey, varnarmálaráðherra Breta, varaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands við á breska þinginu í dag og sagðist vita hvað hann væri að gera.

Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland

Rússland | 22. janúar 2025

John Healey, varnarmálaráðherra Breta.
John Healey, varnarmálaráðherra Breta. AFP

Breski sjóherinn hefur séð til njósnaskips á vegum rússneska hersins við Bretland. John Healey, varnarmálaráðherra Breta, varaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands við á breska þinginu í dag og sagðist vita hvað hann væri að gera.

Breski sjóherinn hefur séð til njósnaskips á vegum rússneska hersins við Bretland. John Healey, varnarmálaráðherra Breta, varaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands við á breska þinginu í dag og sagðist vita hvað hann væri að gera.

Healey segir að skipið hafi verið notað til að afla upplýsinga og til þess að kortleggja mikilvæg neðansjávarmannvirki Breta.

Ekki hræddir við að grípa til róttækra aðgerða

„Ég vil að Pútín heyri þessi skilaboð. Við sjáum ykkur, við vitum hvað þið eruð að gera og við erum ekki hræddir við að grípa til róttækra aðgerða til þess að vernda landið okkar," sagði Healey á breska þinginu í dag.

Skipið fór inn í breska lögsögu á mánudaginn síðastliðinn um 72 kílómetrum frá ströndum landsins. Breski sjóherinn sendi tvö skip út til þess að hafa eftirlit með skipinu. Skipið er nú í Norðursjó og er því ekki lengur í breskri lögsögu. 

Ekki í fyrsta sinn 

Healey segir að sama rússneska skipið hafi einnig farið inn í breska lögsögu í nóvember síðastliðnum en auk þess hefur breski sjóherinn margoft þurft að hafa eftirlit með rússneskum herskipum á síðastliðnum mánuðum.

Í nóvember höfðu bresk herskip einnig náið eftirlit í heila viku með fjórum rússneskum skipum sem fóru í gegnum breska lögsögu en á sama tíma þurftu tvær breskar herþotur að vísa tveimur rússneskum loftförum úr breskri lofthelgi.

mbl.is