Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. janúar 2025

Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón

Donald Trump Bandaríkjaforseti var lítt hrifinn af ummælum sem biskup Washington lét falla í messu sem Trump og fjölskylda hans sótti í gær.

Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. janúar 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti var lítt hrifinn af ummælum sem biskup Washington lét falla í messu sem Trump og fjölskylda hans sótti í gær.

Donald Trump Bandaríkjaforseti var lítt hrifinn af ummælum sem biskup Washington lét falla í messu sem Trump og fjölskylda hans sótti í gær.

Biskupinn Mariann Edgar Budde biðlaði í gær til Trumps að sýna miskunn. Þá sagði hún forsetann vekja upp hræðslu meðal innflytjenda og hinsegin fólks.

Í færslu á samskiptamiðlinum Truth Social í gær lýsti Trump „þessum svokallaða biskupi“ sem „róttækum vinstrisinnuðum Trump-hatara“.

„Hún dró kirkjuna í heim stjórnmálanna með mjög ósmekklegum hætti. Hún var með viðurstyggilegan tón, hvorki sannfærandi né klár.“

Frá messunni í gær.
Frá messunni í gær. AFP

Lét strax að sér kveða

Trump var vígður inn í embætti á mánudaginn. Strax á fyrsta degi ritaði hann undir urmul forsetatilskipana, m.a. eina sem fellir úr gildi ríkisborgararétt fyrir þau börn sem fæðast á bandarískri grundu óháð þjóðerni foreldra þeirra.

Í annarri tilskipun ákvað Trump að frysta komu flóttamanna til Bandaríkjanna í fjóra mánuði.

Þá sagði hann að héðan í frá yrðu aðeins tvö kyn viðurkennd, karl og kona.

Ekki góð messa

„Ég biðla til þín að sýna miskunn,“ sagði Budde við Trump sem sat á fremsta bekk kirkjunnar ásamt fjölskyldu sinni.

„Mér fannst þetta ekki góð messa,“ sagði Trump að henni lokinni.

„Fyrir utan óviðeigandi yfirlýsingar hennar þá var þetta leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún er ekki mjög góð í vinnunni sinni. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.“

Mariann Edgar Budde biskup.
Mariann Edgar Budde biskup. AFP
mbl.is