Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. janúar 2025

Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington

„Hlutverk kristinnar kirkju er að standa með þeim sem verða undir í samfélaginu, vera rödd þeirra sem eiga ekki rödd. Það er einmitt það sem Mariann Edgar Budde biskup í Biskupakirkjunni í Washington gerði í prédikun sinni,“ skrifar Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í færslu á Facebook. 

Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. janúar 2025

Guðrún Karls Helgudóttir biskup.
Guðrún Karls Helgudóttir biskup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hlutverk kristinnar kirkju er að standa með þeim sem verða undir í samfélaginu, vera rödd þeirra sem eiga ekki rödd. Það er einmitt það sem Mariann Edgar Budde biskup í Biskupakirkjunni í Washington gerði í prédikun sinni,“ skrifar Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í færslu á Facebook. 

„Hlutverk kristinnar kirkju er að standa með þeim sem verða undir í samfélaginu, vera rödd þeirra sem eiga ekki rödd. Það er einmitt það sem Mariann Edgar Budde biskup í Biskupakirkjunni í Washington gerði í prédikun sinni,“ skrifar Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, í færslu á Facebook. 

Budde, biskupinn í Washington, fór með prédikun í gærmorgun þar sem hún meðal annars biðlaði til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að sýna miskunn. Hún sagði forsetann vekja upp hræðslu meðal innflytjenda og hinsegin fólks. 

Trump var viðstaddur messuna og féll prédikunin í grýttan jarðveg hjá forsetanum.

Í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær lýsti Trump biskupnum sem „róttækum vinstri-sinnuðum Trump-hatara“.

Frá prédikun biskupsins í gær.
Frá prédikun biskupsins í gær. AFP/Jim Watson

Ólíklega auðveldasta ræðan á ferlinum

Guðrún segir að ræðan hafi ólíklega verið sú auðveldasta sem Budde hefur flutt.

„Margt fólk er enn óttaslegnara eftir fyrsta sólarhring Trumps í embætti. Hann ætlar sér ekki að sýna miskunnsemi í garð fólks sem tilheyrir minnihlutahópum s.s. innflytjendum og trans fólki,“ skrifar Guðrún.

Hún óskar þess að ræða Budde muni sá fræjum þrátt fyrir allt og atvikið minna á hversu mikilvægt það sé að sofna aldrei á verðinum þegar það kemur að mannréttindum. 

mbl.is