Mikið hefur verið rýnt í klæðnað þeirra sem mættu á innsetningu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Dóttir hans, Ivanka Trump, hefur verið undir smásjá og margt hefur verið skrifað um fatnað hennar í helstu tískumiðlum heims.
Mikið hefur verið rýnt í klæðnað þeirra sem mættu á innsetningu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Dóttir hans, Ivanka Trump, hefur verið undir smásjá og margt hefur verið skrifað um fatnað hennar í helstu tískumiðlum heims.
Mikið hefur verið rýnt í klæðnað þeirra sem mættu á innsetningu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Dóttir hans, Ivanka Trump, hefur verið undir smásjá og margt hefur verið skrifað um fatnað hennar í helstu tískumiðlum heims.
Kjóllinn sem hún klæddist um kvöldið er frá hátískuhúsinu Givenchy. Hann er hvítur, hlýralaus með bróderaðri svartri blúndu á bol og pilsi. Korselettið var aðsniðið en pilsið íburðameira. Við kjólinn var hún með svarta satínhanska og í svörtum pinnahælaskóm.
Kjóllinn sást fyrst á hinni goðsagnakenndu leikkonu Audrey Hepburn og var hannaður af Givenchy árið 1953. Hepburn klæddist kjólnum í kvikmyndinni Sabrina sem kom út árið 1954.
Trump er mikill aðdáandi leikkonunnar heitinnar. „Audrey Hepburn hefur lengi verið persónulegur innblástur Ivönku. Það er henni mikill heiður að koma arfleifð hennar áfram á þennan hátt og er þakklát teyminu hjá Givenchy fyrir að láta þetta verða að veruleika,“ sagði talsmaður Trump við tímaritið Page Six.
Ivanka var ekki sú eina sem dró verulega úr litagleðinni um kvöldið en Melania Trump klæddist einnig hlýralausum, svörtum og hvítum kjól. Kjóllinn var hannaður af Herve Pierre, stílista og hönnuði, sem hefur starfað með henni í fjöldamörg ár og öðrum forsetafrúm sem dvalið hafa í Hvíta húsinu.
Kjóllinn er úr hvítu crepe-silki með þykkum svörtum silkiborðum. Um hálsinn bar hún svartan silkiborða með demantaskreyttri nælu frá árinu 1955 frá skartgripagoðsögninni Harry Winston.