Kanadíska tónlistarkonan Grimes, sem heitir réttu nafni Claire Elise Boucher, deildi færslu á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, nokkrum klukkustundum eftir umdeilda ræðu og handahreyfingu fyrrverandi kærasta hennar og barnsföður, auðjöfursins Elon Musk, á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.
Kanadíska tónlistarkonan Grimes, sem heitir réttu nafni Claire Elise Boucher, deildi færslu á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, nokkrum klukkustundum eftir umdeilda ræðu og handahreyfingu fyrrverandi kærasta hennar og barnsföður, auðjöfursins Elon Musk, á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.
Kanadíska tónlistarkonan Grimes, sem heitir réttu nafni Claire Elise Boucher, deildi færslu á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, nokkrum klukkustundum eftir umdeilda ræðu og handahreyfingu fyrrverandi kærasta hennar og barnsföður, auðjöfursins Elon Musk, á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta.
Musk, sem Trump valdi til að fara fyrir hagræðingarráðuneyti sínu, vakti mikla athygli á mánudag þegar hann sló á brjóst sér og rétti út höndina með opinn lófa líkt og siður var hjá Þjóðverjum í valdatíð Adolfs Hitlers.
Grimes fordæmdi hegðun barnsföður síns, þó án þess að nefna hann á nafn, og sagðist fordæma allar hugmyndir hægri öfgamanna.
Grimes og Musk áttu í „haltu mér, slepptu mér“-ástarsambandi í fjögur ár og eiga þrjú börn á aldursbilinu tveggja til fjögurra ára, X Æ A-Xii, Exu Dark Sideræl og Techno Mechanicus.