Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna

Óskarsverðlaunin | 23. janúar 2025

Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna

Spænsk-mexíkóska leikkonan Karla Sofía Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna í dag þegar hún hreppti tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Emiliu Pérez.

Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna

Óskarsverðlaunin | 23. janúar 2025

Karla Sofía Gascón.
Karla Sofía Gascón. Ljósmynd/Amy Sussman

Spænsk-mexí­kóska leik­kon­an Karla Sofía Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögu­bók­anna í dag þegar hún hreppti til­nefn­ingu til Óskar­sverðlaun­anna fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Em­iliu Pér­ez.

Spænsk-mexí­kóska leik­kon­an Karla Sofía Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögu­bók­anna í dag þegar hún hreppti til­nefn­ingu til Óskar­sverðlaun­anna fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Em­iliu Pér­ez.

Kvik­mynd­in sem er í leik­stjórn Jacqu­es Audi­ard hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða sam­tals 13 tals­ins.

Gascón er fyrsta trans mann­eskj­an til að hljóta til­nefn­ingu til Óskar­sverðlaun­anna í 96 ára sögu hátíðar­inn­ar. Hún er til­nefnd í flokkn­um besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki ásamt þeim Cynt­hiu Eri­vo, Mikey Madi­son, Demi Moore og Fern­öndu Tor­res.

Gascón, sem er 52 ára, kom út úr skápn­um sem trans árið 2016 og gekkst und­ir kyn­leiðrétt­ingu tveim­ur árum seinna.

Em­ilia Pér­ez hef­ur vakið mikla at­hygli og var meðal ann­ars val­in besta mynd­in í flokki gam­an- og söng­leikja­mynda á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni fyrr í mánuðinum. Gascón flutti til­finn­ingaþrungna ræðu til stuðnings trans fólki á hátíðinni.

mbl.is