Rússar segja ásakanir Breta óverjandi

Rússland | 23. janúar 2025

Rússar segja ásakanir Breta óverjandi

Rússar hafna ásökunum Breta um að hafa verið við njósnir innan breskrar lögsögu í gær.

Rússar segja ásakanir Breta óverjandi

Rússland | 23. janúar 2025

Sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa sakað Rússa um að hafa staðið …
Sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa sakað Rússa um að hafa staðið að skemmdum á fjarskipta- og rafstrengjum. AFP

Rússar hafna ásökunum Breta um að hafa verið við njósnir innan breskrar lögsögu í gær.

Rússar hafna ásökunum Breta um að hafa verið við njósnir innan breskrar lögsögu í gær.

John Healy, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í gær að rússneskt herskip hafi sést við njósnir við hafsvæði Breta í gær. Sagði hann skipið vera að afla upplýsinga og kortleggja mikilvæg neðansjávarmannvirki Breta. 

Rússneska sendiráðið í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir ásakanir Breta í garð Rússa vera óverjandi. Segir í yfirlýsingunni að með ásökununum séu bresk yfirvöld að kynda undir spennu í Eystrasalti og Norðursjó. 

John Healy, varnarmálaráðherra Bretlands.
John Healy, varnarmálaráðherra Bretlands. AFP

„Við sjáum ykkur og vitum hvað þið eruð að gera“

Ásakanirnar eru tilkomnar vegna áhyggja breskra yfirvalda á skemmdaverkum á neðansjávarfjarskiptatengingum á milli NATO-ríkja, en undanfarna mánuði hafa borist fregnir af því að fjarskipta- og rafmagnsstrengir í Eystrasalti hafi verið rofnir.

Stjórnmálamenn og sérfræðingar hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki slíkum verknaði. 

Healy sagði á breska þinginu í gær að sama herskip hefði farið inn fyrir breska lögsögu í nóvember í fyrra og að breski sjóherinn hafi þurft að hafa aukið eftirlit með rússneskum herskipum á síðastliðnum mánuðum. 

„Ég vil að Pútín heyri þessi skilaboð. Við sjáum ykkur, við vitum hvað þið eruð að gera og við erum ekki hræddir við að grípa til róttækra aðgerða til þess að vernda landið okkar,“ sagði Healy á breska þinginu í gær. 

mbl.is