Yfirvöld í Rússlandi telja ekkert nýtt felast í hótunum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur kallað eftir því að Rússland endi hernað sinn gegn Úkraínu og hótaði Rússlandi frekari efnahagslegum refsiaðgerðum ef Vladimír Pútín Rússlandsforseti kæmi ekki að samningaborðinu til að binda enda á stríðið.
Yfirvöld í Rússlandi telja ekkert nýtt felast í hótunum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur kallað eftir því að Rússland endi hernað sinn gegn Úkraínu og hótaði Rússlandi frekari efnahagslegum refsiaðgerðum ef Vladimír Pútín Rússlandsforseti kæmi ekki að samningaborðinu til að binda enda á stríðið.
Yfirvöld í Rússlandi telja ekkert nýtt felast í hótunum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur kallað eftir því að Rússland endi hernað sinn gegn Úkraínu og hótaði Rússlandi frekari efnahagslegum refsiaðgerðum ef Vladimír Pútín Rússlandsforseti kæmi ekki að samningaborðinu til að binda enda á stríðið.
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnarinnar í Moskvu, segir að að Rússland sé áfram opið fyrir samtali við Trump sem byggt væri á „gagnkvæmri virðingu“.
Miklar væntingar eru til þess að Trump og Pútín muni fljótlega ræða stríðið í símtali, en eitt af kosningaloforðum Trumps var að binda fljótt enda á stríðið og sagði hann ítrekað í kosningabaráttu sinni að hann myndi ljúka stríðinu á fyrsta sólarhring sínum í embætti.
Sagði Peskov að yfirvöld í Rússlandi væru enn að bíða eftir skilaboðum frá yfirvöldum í Bandaríkjunum, en að þau hefðu ekki enn borist.
Trump hefur ekki enn greint frá því nákvæmlega hvernig hann sér fyrir sér mögulegan friðarsamning milli Úkraínu og Rússlands, en Pútín hefur sett fram ítrustu kröfur, en þær gera meðal annars ráð fyrir að Úkraína dragi herlið sitt frá svæðum í Úkraínu sem í dag eru á valdi Úkraínumanna.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur á sama tíma útilokað að gefa eftir nokkurt landsvæði, en þó hefur Selenskí sagt að hann myndi íhuga einhvers konar samkomulag eða viðræður þar sem Rússland myndi skila svæði sem það hefur tekið yfir í Úkraínu.
Trump hefur á fyrstu dögum í embætti sem forseti verið duglegur við að undirrita ýmsar forsetatilskipanir, en hann hefur einnig verið duglegur á samfélagsmiðli sínum Truth social. Þar hótaði hann meðal annars Rússum í gær að hann myndi leggja himinháa skatta, tolla og refsiaðgerðir á Rússland ef ekki kæmi til friðarsamninga strax.
Trump tók einnig fram í skrifum sínum að efnahagur Rússlands væri að hrynja og að hann væri að gera Pútín mikinn greiða með að binda endi á stríðið.
Þegar Peskov var spurður út í þessi ummæli Trumps sagði hann ekkert nýtt í þeim og að ljóst væri frá fyrra kjörtímabili Trumps að Bandaríkin væru hrifin af refsiaðgerðum. Hann tók hins vegar fram að yfirvöld í Moskvu myndu fylgjast náið með yfirlýsingum hans.
Vestræn lönd fóru í umfangsmiklar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi eftir innrásina í febrúar 2022. Þrátt fyrir spár um efnahagslegt hrun vegna þessa hefur hagkerfið í Rússlandi að mestu staðið þessar refsiaðgerðir af sér.
Sagði Peskov að þótt Rússar stæðu frammi fyrir efnahagslegum áskorunum eins og öll önnur lönd, þá hefði landið burði til að mæta öllum hernaðarlegum skilyrðum.