Eining um vöktun grunnvatns

Fiskeldi | 24. janúar 2025

Eining um vöktun grunnvatns

„Vatnsnotendur á svæðinu hafa stofnað með sér félag sem mun standa að sameiginlegri vöktun á svæðinu og bera sameiginlega kostnað af borun og rekstri eftirlitshola ásamt virku eftirliti með svæðinu,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri landeldisfélagsins Geo Salmo.

Eining um vöktun grunnvatns

Fiskeldi | 24. janúar 2025

Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo, segir stórnotendur vatns vestan Þorlákshafnar hafa …
Jens Þórðarsson, framkvæmdastjóri Geosalmo, segir stórnotendur vatns vestan Þorlákshafnar hafa sameinast um að vakta áhrif á grunnvatn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vatns­not­end­ur á svæðinu hafa stofnað með sér fé­lag sem mun standa að sam­eig­in­legri vökt­un á svæðinu og bera sam­eig­in­lega kostnað af bor­un og rekstri eft­ir­lits­hola ásamt virku eft­ir­liti með svæðinu,“ seg­ir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri land­eld­is­fé­lags­ins Geo Salmo.

„Vatns­not­end­ur á svæðinu hafa stofnað með sér fé­lag sem mun standa að sam­eig­in­legri vökt­un á svæðinu og bera sam­eig­in­lega kostnað af bor­un og rekstri eft­ir­lits­hola ásamt virku eft­ir­liti með svæðinu,“ seg­ir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri land­eld­is­fé­lags­ins Geo Salmo.

Fram kom í um­fjöll­un 200 mílna í dag að í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar í tengsl­um við upp­bygg­ingu land­eld­is Geo Salmo og Thors land­eld­is að stofn­un­in telji nokkra óvissu tengda áhrif­um fram­kvæmda á grunn­vatn. Sagði stofn­un­in nauðsyn­legt að tek­in verði upp sam­eig­in­leg vökt­un allra fyr­ir­tækja sem starfa á svæðinu vest­an Þor­láks­hafn­ar.

Jens vek­ur at­hygli á því að stofnað hafi verið fé­lagið Hydros og að þegar hafi verið unnið að tölu­verðum rann­sókn­um og und­ir­bún­ingi. Þá verði með vor­inu boraðar sex vökt­un­ar­bor­hol­ur

„Þarna eru not­end­ur að ganga fram fyr­ir skjöldu um að tryggja sjáfbæra nýt­ingu þeirra auðlinda sem þeir byggja rekst­ur sinn á. Þannig eru fyr­ir­tæk­in að byggja upp al­ger­lega í takt við þær kröf­ur og álita­efni sem op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa reifað og í raun að ganga enn lengra en venju­lega væri kraf­ist,“ seg­ir hann.

Að sögn Jens hafa flest­ir stór­not­end­ur vatns­auðlind­ar á svæðinu aðkomu að fé­lag­inu, eru það Geo Salmo, Thor land­eldi, sveit­ar­fé­lagið Ölfus, First Water, Kald­vík og Heidel­berg.

mbl.is