Ísgerðin Skúbb kynnir nýjan og djörfugan ís í tilefni bóndadagsins, þróaðan í einstöku samstarfi við Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Hevítis Kokkurinn. Ísinn, sem ber heitið Þorraísinn, býður upp á óvænta en dásamlega bragðsamsetningu þar sem mjólkurís mætir Helvítis eldpiparsultu með carolina reaper og bláber frá Helvítis Kokkinum.
Ísgerðin Skúbb kynnir nýjan og djörfugan ís í tilefni bóndadagsins, þróaðan í einstöku samstarfi við Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Hevítis Kokkurinn. Ísinn, sem ber heitið Þorraísinn, býður upp á óvænta en dásamlega bragðsamsetningu þar sem mjólkurís mætir Helvítis eldpiparsultu með carolina reaper og bláber frá Helvítis Kokkinum.
Ísgerðin Skúbb kynnir nýjan og djörfugan ís í tilefni bóndadagsins, þróaðan í einstöku samstarfi við Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Hevítis Kokkurinn. Ísinn, sem ber heitið Þorraísinn, býður upp á óvænta en dásamlega bragðsamsetningu þar sem mjólkurís mætir Helvítis eldpiparsultu með carolina reaper og bláber frá Helvítis Kokkinum.
„Við vildum skapa eitthvað alveg nýtt fyrir bóndadaginn. Við erum alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og sérstaklega ef það er pínu óhefðbundið. Samstarfið við Helvítis Kokkinn hefur gert okkur kleift að bjóða upp á ís sem sameinar sætan mjólkurís og mjög sterkan með kryddaðri eldpiparsultu með Carolina reaper og bláber,“ segir Jón Jóhannsson, rekstrarstjóri Skúbbs.
„Frá okkar fyrstu kynnum þá small þetta eiginlega allt saman, við seldum fyrstu krukkurnar af Helvítis eldpiparsultunum á jólamarkaði árið 2022 og það vildi svo heppilega til að Jón var með ísvagninn við hliðina á okkur á þessum markaði. Við sendum alla sem smökkuðu sterkustu sultu landsins beint til hans að fá sér ís til að kæla sig eftir á. Þannig kviknaði hugmyndin, af hverju ekki að blanda saman ljúffenga ísnum frá Skúbb og eldheitri sultu frá Helvítis?“ segir Ívar og glottir.
Sultur frá Helvítis Kokkinum hafa notið vinsælda fyrir einstaka bragðtóna, og saman skapa hún og ísinn óvænta upplifun fyrir bragðlaukana. Þorraísinn verður í boði í takmörkuðu magni og einungis í Skúbb-ísbúðinni á Laugarásvegi.
„Þetta er ís fyrir þá sem þora að prófa eitthvað nýtt. Það má segja að þetta sé fullkomin leið til að fagna bóndadeginum, að fá sér Þorraís,“ bætir Jón við.