Tróð upp fyrir hálftómum sal

Poppkúltúr | 24. janúar 2025

Tróð upp fyrir hálftómum sal

Myndskeið sem sýnir frá nýafstöðnum tónleikum poppstjörnunnar Camilu Cabello hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Tróð upp fyrir hálftómum sal

Poppkúltúr | 24. janúar 2025

Söngkonan Camila Cabello.
Söngkonan Camila Cabello. Ljósmynd/AFP

Myndskeið sem sýnir frá nýafstöðnum tónleikum poppstjörnunnar Camilu Cabello hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Myndskeið sem sýnir frá nýafstöðnum tónleikum poppstjörnunnar Camilu Cabello hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Cabello, sem er best þekkt fyrir lög á borð við Havana og Señorita, tróð upp fyrir hálftómum sal í borginni Atlanta í Georgíuríki á sunnudag.

Í myndskeiðinu sést glitta í örfáar hræður í tónleikahöllinni, sem tekur tæplega 17.000 manns í sæti, en söngkonunni tókst aðeins að selja 30% þeirra miða sem í boði voru.

Netverjar, þar á meðal tónlistarmaðurinn Mod Sun, hafa margir hverjir hrósað söngkonunni í hástert fyrir að halda tónleikana, þrátt fyrir lélega miðasölu. 

Cabello skaust upp á stjörnuhimininn sem hluti af stúlknasveitinni Fifth Harmony árið 2012. Hún yfirgaf sveitina fimm árum síðar til að einbeita sér að sólóferli.

mbl.is