Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið þá fororðningu út, að til þess bærir embættismenn svipti leyndinni af skjölum er varða þrjú banatilræði á sjöunda áratug síðustu aldar er vöktu heimsathygli og hafa orðið kveikja fleiri samsæriskenninga en tölu verður á komið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið þá fororðningu út, að til þess bærir embættismenn svipti leyndinni af skjölum er varða þrjú banatilræði á sjöunda áratug síðustu aldar er vöktu heimsathygli og hafa orðið kveikja fleiri samsæriskenninga en tölu verður á komið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið þá fororðningu út, að til þess bærir embættismenn svipti leyndinni af skjölum er varða þrjú banatilræði á sjöunda áratug síðustu aldar er vöktu heimsathygli og hafa orðið kveikja fleiri samsæriskenninga en tölu verður á komið.
Er þar um að ræða víg þeirra Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta í Dallas í Texas 22. nóvember 1963, blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings Jr. í Memphis í Tennessee 4. apríl 1968 og öldungadeildarþingmannsins og verðandi forsetaframbjóðandans Roberts F. Kennedys 5. júní 1968 í Los Angeles í Kaliforníu.
Fáir stóratburðir í sögu Vesturlanda hafa verið umluktir öðrum eins og leyndarhjúp og skotárás Lees Harveys Oswalds á forsetann þáverandi í Dallas. Þekktur atvinnurekandi í Dallas, næturklúbbseigandinn Jack Ruby, skaut Oswald til bana á lögreglustöð í borginni áður en til yfirheyrslu kom svo aldrei fékkst upp úr Oswald hvað bjó að baki gjörðum hans, en lífseig kenning var að varaforsetinn Lyndon B. Johnson hefði staðið á bak við tilræðið svo hann mætti sjálfur verma forsetastólinn sem hann svo gerði.
Nánast útilokað var talið að Oswald, sem hlaut bága einkunn í skotfimi meðan á stuttum herþjónustuferli hans stóð, hefði getað hæft skotmark sem hreyfðist með níu metra hraða á sekúndu tvisvar sinnum af 81 metra færi með boltalásriffli þar sem færa þurfti næsta skothylki handvirkt upp í skothólf eftir að hleypt var af. Þetta gat ólympíumeistari í skotfimi ekki leikið eftir í gríðarumfangsmikilli rannsókn er stóð næstu árin.
Önnur kenning, sem einnig hefur fagnað langlífi, er enda að skytturnar hafi verið tvær, en þrír skothvellir heyrðust og báru mörg vitni að annar og þriðji hvellurinn hefðu heyrst nánast samtímis sem kemur illa heim og saman við skot úr riffli með boltalás.
Fá orð hafa orðið fleygari fyrir þá kaldhæðni sem örlögin skópu þeim, en þau sem Nellie Connally, eiginkona Johns Connallys ríkisstjóra Texas, mælti af vörum sér þar sem hún sat í opinni Lincoln Continental-bifreið, árgerð 1961, skáhallt framan við gest sinn, forseta Bandaríkjanna: „Herra forseti, þér getið ekki neitað því að Dallas elskar yður.“ Þetta voru ein síðustu orðin sem John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, heyrði.
„Fjöldi fólks hefur beðið eftir þessu um áraraðir, í áratugi,“ sagði Trump á blaðamannafundi í gær til að rökstyðja ákvörðun sína og vísaði þar til gagna um öll þrjú tilræðin.
Efnislega skipar hann fyrir um að til þess bærir embættismenn geri áætlun sem miði að birtingu skjalanna innan fimmtán daga, sem táknar þó ekki að öruggt sé að svo verði.
Fjöldi skjala um málið hefur þegar verið birtur þótt enn séu mörg þúsund óbirt, þar af langflest um atburðinn í Dallas árið 1963. Skjöl um forsetatilræðið eru samtals fimm milljónir blaðsíðna.
Árið 1992 tóku lög gildi sem mæltu fyrir um að öll skjöl varðandi víg Kennedys forseta skyldu birt innan 25 ára – allt skyldi þar með birt í síðasta lagi 2017. Þetta gerðist þó ekki, en Donald Trump og Joe Biden, arftaki hans á forsetastóli, birtu þó fjölda skjala um málið.
„Tilræðið við föður okkar hefur legið sem mara á fjölskyldunni í 56 ár. Er það von okkar að við fáum, sem afkomendur, að fara yfir skjölin áður en þau verða birt opinberlega,“ segir í yfirlýsingu afkomenda Martins Luthers Kings Jr. sem þeir sendu frá sér í gær.
Þá hefur alríkislögreglan FBI sent frá sér yfirlýsingu sem CBS-sjónvarpsstöðin birti í gærkvöldi. Segir þar að stofnunin muni hlýða tilskipun forsetans, hins vegar krefðist skipunin þess að fjöldi stofnana legði birtingaráætlun fyrir Hvíta húsið.
„FBI fer nú yfir skjöl sem forsetatilskipunin nær til og mun starfa með dómsmálaráðuneytinu og ODNI (Office of the Director of National Intelligence) [sem er forstöðumaður málefna leyniþjónustunnar samkvæmt lögum sem Harry S. Truman Bandaríkjaforseti undirritaði árið 1947 og er settur skör hærra en forstjóri leyniþjónustunnar CIA].“