Yfirvöld í Úkraínu hafa fyrirskipað tugum barnafjölskyldna að yfirgefa bæi og þorp sem eru við fremstu víglínuna í austurhluta Donetsk-héraðs í Úkraínu.
Yfirvöld í Úkraínu hafa fyrirskipað tugum barnafjölskyldna að yfirgefa bæi og þorp sem eru við fremstu víglínuna í austurhluta Donetsk-héraðs í Úkraínu.
Yfirvöld í Úkraínu hafa fyrirskipað tugum barnafjölskyldna að yfirgefa bæi og þorp sem eru við fremstu víglínuna í austurhluta Donetsk-héraðs í Úkraínu.
Rússneskir hermenn hafa sótt þar fram undanfarna mánuði og náð bæjum á sitt vald. Flestir þeirra eru nú rústir einar eftir bardaga undanfarin þrjú ár, en innrásarstríð Rússa í landinu hófst í febrúar 2022.
„Ég hef fyrirskipað fjölskyldum, sem eru með börn, að yfirgefa heimili sín,“ sagði Vadím Fílasjkín, ríkisstjóri Donetsk, í tilkynningu sem hann birti á Telegram.
Nær aðgerðin til yfir 20 bæja og þorpa við fremstu víglínu, sem fyrr segir. Hann segir að um 110 börn séu búsett þar.
„Börn eiga að geta lifað í friði og ró; ekki að þurfa að fela sig frá sprengjuárásum,“ sagði hann og hvatti alla foreldra við að verða við þessum fyrirmælum.