Gómsætir partíréttir fyrir næsta leik úr smiðju Andreu

Uppskriftir | 25. janúar 2025

Gómsætir partíréttir fyrir næsta leik úr smiðju Andreu

Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari hefur fylgst með öllum landsleikjunum á HM í handbolta undanfarna daga og útbýr ávallt góða partírétti fyrir hvern leik.

Gómsætir partíréttir fyrir næsta leik úr smiðju Andreu

Uppskriftir | 25. janúar 2025

Girnilegir partíréttir sem upplagt er að galdra fram fyrir næsta …
Girnilegir partíréttir sem upplagt er að galdra fram fyrir næsta landsleik í á HM til að bjóða upp með horft er. Samsett mynd

Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari hefur fylgst með öllum landsleikjunum á HM í handbolta undanfarna daga og útbýr ávallt góða partírétti fyrir hvern leik.

Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari hefur fylgst með öllum landsleikjunum á HM í handbolta undanfarna daga og útbýr ávallt góða partírétti fyrir hvern leik.

„Ég hef mikla ástríðu fyrir matargerð. Satt að segja hugsa ég ekki um annað en mat og hef einstaklega gaman af því að elda og bera fram bragðgóðan og fallegan mat fyrir fólkið sem mér þykir vænt um,“ segir Andrea og bætir við: Mér finnst algjörlega ómissandi að hafa góðar veitingar þegar horft er á leiki.

Einn af okkar uppáhaldsréttum til þess að borða yfir spennandi leikjum er kóreskur kjúklingur en ég hef deilt þeirri uppskrift áður með lesendum matarvefsins.

Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur ofnbökuð ídýfa með chili-sultu og tortilla-rúllur sem við dýfum í sweet-chili sósu. Ekta partíréttir sem tekur stutta stund að útbúa og slá ávallt í gegn.“

Gómsæt ídýfa með chili-sultu.
Gómsæt ídýfa með chili-sultu. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Andrea deilir með lesendum tveim uppskriftum sem upplagt er að prófa með næsta leik sem framundan er á morgun, sunnudaginn 26. janúar en þá mun íslenska landsliðið etja kappi við Argentínu.

Lostæti þessar tortillur með skinkunni og verð enn betri með …
Lostæti þessar tortillur með skinkunni og verð enn betri með sweet-chili. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Ofnbökuð ídýfa með chili-sultu og Tortillarúllur með döðlum og beikoni

Ofnbökuð ídýfa með chili-sultu 

  • 250 g rjómaostur
  • 2,5 bolli rifinn cheddar ostur
  • 300 g chili-sulta (Andrea notar frá Stonefire)
  • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar og græni hlutinn geymdur
  • 4 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 8 sneiðar mjög stökkt beikon, hakkað

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 175°.
  2. Blandið öllu hráefninu vel saman og setjið í smurt eldfast mót eða smurða steypujárnspönnu.
  3. Bakið í ofni í 20-30 mínútur.
  4. Hitið nokkrar matskeiðar af chili-sultu í örbylgjuofni.
  5. Þegar ídýfan er tilbúin er heitu chili-sultunni og græna partinum af vorlauknum dreift yfir ídýfuna.
  6. Berið fram með Ritz-kexi, tortillaflögum, snittubrauði eða hverju því sem hugurinn girnist.

Tortillarúllur með döðlum og beikoni

  • 4 stórar tortillakökur
  • Silkiskorin skinka eftir smekk
  • 200 g rjómaostur með svörtum pipar
  • 4 döðlur, saxaðar
  • 4 sneiðar beikon, steikt þar til mjög stökkt og hakkað niður
  • 2 handfylli rifinn cheddar ostur
  • 1 handfylli smátt saxaður graslaukur
  • Sweet-chili sósa til að bera fram með

Aðferð:

  1. Blandið saman rjómaosti, döðlum, beikoni, cheddarosti og graslauk.
  2. Smyrjið tortillakökur með þessu og dreifið silkiskorinni skinku eftir smekk yfir.
  3. Rúllið kökunum upp og skerið í passlega bita.
  4. Látið standa í ísskáp í um það bil klukkustund áður en borið fram með sweet-chili sósu.
mbl.is