Þetta eru skórnir sem taka við af strigaskónum

Mismunandi útgáfur af hvítum mokkasínum frá Bottega Veneta, Miu Miu …
Mismunandi útgáfur af hvítum mokkasínum frá Bottega Veneta, Miu Miu og Loewe. Samsett mynd

Strigaskórnir hafa sína kosti. Þeir eru þægilegir, passa vel við flest gallabuxnasnið og gerir heildarútlitið afslappaðra. Hins vegar eru margir fastir í rútínu þegar kemur að strigaskónum, grípa í þá aftur og aftur og nota fáa aðra skó.

En vorið nálgast og verslanirnar fara að fyllast af nýjum og sumarlegri fötum. Í vor eru aðrir skór sem verða mjög áberandi og það eru hvítar mokkasínur.

Hvítar mokkasínur sáust á tískupöllunum hjá merkjum eins og Bottega Veneta, Miu Miu og Loewe. Flestar útgáfurnar virkuðu mjúkar eins og skórnir væru úr hanskaleðri eins og frá ítalska tískuhúsinu Miu Miu. Það var þó allur gangur á hvort mokkasínurnar væru með hæl eða ekki og ættu flestir að finna hvítar mokkasínur við sitt hæfi.

Bæ, bæ strigaskór.

Bottega Veneta.
Bottega Veneta. Ljósmynd/Bottega Veneta
Miu Miu.
Miu Miu. Ljósmynd/Miu Miu
Loewe.
Loewe. Ljósmynd/Instagram
Loewe.
Loewe. Ljósmynd/Instagram
Loewe.
Loewe. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda