Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stungið upp á því að flytja alla íbúa Gasasvæðisins til Egyptalands og Jórdaníu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stungið upp á því að flytja alla íbúa Gasasvæðisins til Egyptalands og Jórdaníu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur stungið upp á því að flytja alla íbúa Gasasvæðisins til Egyptalands og Jórdaníu.
Trump sagði fjölmiðlum í gær að Gasa væri orðið að niðurrifssvæði (e. demolition site) eftir 15 mánaða stríð.
Sagði hann að hann hefði þegar rætt við Abdullah II, konung Jórdaníu, um að flytja Palestínumenn frá svæðinu.
„Ég vil að Egyptaland taki við fólki. Og ég vil að Jórdanía taki við fólki,“ sagði Trump. Bætti hann við að hann gerði ráð fyrir að ræða við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í dag, sunnudag.
Flestir Gasabúar eru palestínskir flóttamenn eða afkomendur þeirra. Í Jórdaníu eru nú þegar um 2,3 milljónir palestínskra flóttamanna samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.
„Við erum sennilega að tala um eina og hálfa milljón manns og við hreinsum þetta bara allt út,“ sagði Trump um Gasa, en íbúar svæðisins eru um 2,4 milljónir.
Samningur um vopnahlé á milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas tók gildi 19. janúar. Fjórum ísraelskum gíslum og um 200 palestínskum föngum var sleppt í gær.