Dreifði nektarmyndum af barnsmóður sinni

Kynferðisbrot | 27. janúar 2025

Dreifði nektarmyndum af barnsmóður sinni

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu með því að hafa birt kynferðislegar myndir af henni á Facebook og á Snapchat ásamt smánandi texta.

Dreifði nektarmyndum af barnsmóður sinni

Kynferðisbrot | 27. janúar 2025

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa dreift nektarmyndum af barnsmóður …
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa dreift nektarmyndum af barnsmóður sinni á Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu með því að hafa birt kynferðislegar myndir af henni á Facebook og á Snapchat ásamt smánandi texta.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu með því að hafa birt kynferðislegar myndir af henni á Facebook og á Snapchat ásamt smánandi texta.

Í ákæru embættis héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi birt fimm myndir af konunni nakinni, en að hann hafi krotað yfir brjóst og kynfæri á myndunum. Þá hótaði hann jafnframt að setja myndir af henni inn á síðu sem er þekkt fyrir að hýsa myndir af þessum toga.

Í ákærunni má sjá að málið virðist tengjast deilum fólksins um börn þeirra. Þannig hafði hann meðal annars skrifað á eina myndina, sem sýndi konuna nakta niður fyrir mjaðmir: „Hún notar börnin“ og „Þá má allt“.

Auk þess sem krafist er þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar fer konan fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna myndbirtingar mannsins. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra.

mbl.is