Landsbankinn segir að skoða þurfi málið nánar

Húsnæðismarkaðurinn | 27. janúar 2025

Landsbankinn segir að skoða þurfi málið nánar

Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir ekki rétt að Landsbankinn veiti ekki íbúðalán fyrir íbúðarhús í dreifbýli. Íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðahúsalóðum í dreifbýli fellur þó ekki undir almenn viðmið bankans um íbúðalán.

Landsbankinn segir að skoða þurfi málið nánar

Húsnæðismarkaðurinn | 27. janúar 2025

Vilhjálmur gagnrýndi bankann harðlega eftir að starfsmaður bankans fullyrti að …
Vilhjálmur gagnrýndi bankann harðlega eftir að starfsmaður bankans fullyrti að ekki væru veitt lán fyrir íbúðarhús í dreifbýli. Samsett mynd/mbl.is/Sisi/Skjáskot/RÚV

Fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs Lands­bank­ans seg­ir ekki rétt að Lands­bank­inn veiti ekki íbúðalán fyr­ir íbúðar­hús í dreif­býli. Íbúðalán vegna íbúðar­hús­næðis sem stend­ur á stök­um íbúðahúsalóðum í dreif­býli fell­ur þó ekki und­ir al­menn viðmið bank­ans um íbúðalán.

Fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs Lands­bank­ans seg­ir ekki rétt að Lands­bank­inn veiti ekki íbúðalán fyr­ir íbúðar­hús í dreif­býli. Íbúðalán vegna íbúðar­hús­næðis sem stend­ur á stök­um íbúðahúsalóðum í dreif­býli fell­ur þó ekki und­ir al­menn viðmið bank­ans um íbúðalán.

Í síðustu viku fékk viðskipta­vin­ur bréf frá starfs­manni bank­ans þar sem var full­yrt að bank­inn veitti ekki slík lán.

Um er að ræða íbúð á Grá­steini sem er inn­an Ölfuss. Veg­teng­ing­ar eru að hús­inu og er það alls ekki langt frá þétt­býli.

„Í fram­haldi af umræðu um fjár­mögn­un fram­kvæmda við Grá­stein V að full­búnu þá vill bank­inn taka það skýrt fram að bank­inn veit­ir ekki íbúðalán á íbúðar­hús í dreif­býli og mun þar af leiðandi ekki veita íbúðalán á Grá­stein V að fram­kvæmd­um lokn­um,“ seg­ir í svari sem viðskipta­vin­ur fékk frá starfs­manni Lands­bank­ans.

Skoði þurfi um­rætt mál nán­ar

Helgi Teit­ur Helga­son, fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs, seg­ir að það sé ekki rétt að bank­inn veiti ekki slík lán.

„Í þessu til­viki þarf greini­lega að skoða málið nán­ar,“ seg­ir Helgi en tek­ur fram að hann geti ann­ars ekki tjáð sig um mál ein­stakra viðskipta­vina.

Helgi nefn­ir að Lands­bank­inn sé með sér­fræðinga og úti­bú víða um landið til að átta sig á aðstæðum á hverj­um stað.

„Það er eng­in deild í Reykja­vík sem er að svara þessu,“ seg­ir hann. 

Er­indi bank­ans til viðskipta­vin­ar­ins hef­ur vakið óánægju meðal til dæm­is tveggja þing­manna frá Suður­kjör­dæmi.

Íbúðin á svæði þar sem fast­eigna­verð fer hækk­andi

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrif­ar í færslu á face­book að það lýsi ótrú­legu skiln­ings­leysi bank­ans að veita ekki lán vegna íbúðar­hús­næðis í sjálf­stæðum íbúðalóðum í dreif­býli.

„Um­rætt dreif­býli er á svæði þar sem fast­eigna­verð hef­ur hækkað hvað mest und­an­far­in miss­eri og fólks­fjölg­un verið hvað mest. Þá hef­ur verið mik­il upp­bygg­ing í ná­grenn­inu og stutt í nokk­ur þétt­býli. Íbúi í um­ræddu húsi er ör­ugg­lega fljót­ari á milli staða inn í næstu þétt­býli en all­ir íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins,“ skrif­ar Vil­hjálm­ur.

Rún­ar Pálma­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, seg­ir við mbl.is:

„Íbúðalán vegna íbúðar­hús­næðis sem stend­ur á stök­um íbúðahúsalóðum í dreif­býli fell­ur ekki und­ir al­menn viðmið bank­ans um íbúðalán held­ur er hvert til­vik skoðað og metið. Þegar rætt er um dreif­býli er átt við svæði utan þétt­býl­is­svæða.“

Búið að veita 1.700 lán til íbúðar­húsa í dreif­býli

Eins og fyrr seg­ir þá er full­yrt í er­indi bank­ans til viðskipta­vin­ar­ins að bank­inn veiti ekki íbúðalán á íbúðar­hús í dreif­býli.

Helgi seg­ir hins veg­ar að hvert ein­asta til­felli sé skoðað og hann bend­ir á að um 1.700 lán séu í lána­bók Lands­bank­ans sem veitt hafi verið til íbúðar­hús­næða í dreif­býli fyr­ir 27 millj­arða króna.

„Við veit­um íbúðalán til húsa um allt land og það er líka hús sem eru í dreif­býli, en það er ákveðnar for­send­ur sem þurfa að vera til staðar. Það þarf að vera veg­ur, það þarf að vera þjón­usta sem þú færð sem íbúi í sveit­ar­fé­lag­inu og þetta þarf að vera þannig að þetta henti al­menn­um markaði,“ seg­ir Helgi.

Grásteinn er innan rauða hringsins. Eins og sjá má þá …
Grá­steinn er inn­an rauða hrings­ins. Eins og sjá má þá er íbúðin staðsett á stað við hlið annarra íbúða og er aðeins steinsnar frá næsta þétt­býli. Skjá­skot/​map.is

Ætti aldrei að vera vanda­mál í Ölfusi

Þó er ekki hægt að sjá að þessi upp­töldu skil­yrði ættu að vera hindr­un í þessu til­felli.

Aðrar íbúðir eru í kring­um íbúðina og eins og fyrr seg­ir þá eru þar veg­teng­ing­ar og svo fram­veg­is. Helgi ít­rek­ar að hann geti ekki tjáð sig um þetta ein­staka mál en seg­ir þó:

„Ef þú horf­ir bara á Ölfusið þá held ég að Ölfusið sé aldrei neitt vanda­mál. Það eru góðar veg­tengin­ar og það er allt á hreinu. Þar þekk­ir fólk þetta og það býr fullt af fólki án þess að búa beint í Hvera­gerði eða Þor­láks­höfn og þar er fullt af íbúðalán­um frá Lands­bank­an­um,“ seg­ir hann.

Sig­urður Ingi fékk nokk­ur svona er­indi á sitt borð

Helgi bæt­ir við að alltaf þegar Lands­bank­an­um sé bent á það sem bet­ur megi fara þá verði það skoðað.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, sagði í sam­tali við Vísi að hann hefði sem fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra fengið nokk­ur svona mál á sitt borð.

„Rétt fyr­ir kosn­ing­arn­ar, eða í kosn­inga­bar­átt­unni, bár­ust mér er­indi sem ég hafði hug á að taka á og spyrja Lands­bank­ann vegna þess að þetta vakti furðu mína, að banki allra lands­manna í eigu þjóðar­inn­ar, túlkaði það svo að íbúðar­hús, óháð því hvernig þau væru og met­in, að ef þau væru í dreif­býli að þá lánaði bank­inn ein­fald­lega ekki til þeirra, það þótti mér sér­kenni­leg ákvörðun,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

mbl.is