Sindri hóf keppni í morgun

Bocuse d´Or | 27. janúar 2025

Sindri hóf keppni í morgun

Bocuse d´Or-heimsmeistarakeppnin er virtasta keppni einstaklinga í matreiðslu og er haldin í Lyon í Frakklandi þessa dagana. Keppni hófst í gær, sunnudaginn 26., og seinni dagurinn er í dag, mánudag, 27. janúar.

Sindri hóf keppni í morgun

Bocuse d´Or | 27. janúar 2025

Sindri Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og Kokkur ársins …
Sindri Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og Kokkur ársins 2023, hefur hafið keppni í virtustu matreiðslukeppni heims sem haldin er í Lyon. Ljósmynd/Aðsend

Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­in er virt­asta keppni ein­stak­linga í mat­reiðslu og er hald­in í Lyon í Frakklandi þessa dag­ana. Keppni hófst í gær, sunnu­dag­inn 26., og seinni dag­ur­inn er í dag, mánu­dag, 27. janú­ar.

Bocu­se d´Or-heims­meist­ara­keppn­in er virt­asta keppni ein­stak­linga í mat­reiðslu og er hald­in í Lyon í Frakklandi þessa dag­ana. Keppni hófst í gær, sunnu­dag­inn 26., og seinni dag­ur­inn er í dag, mánu­dag, 27. janú­ar.

Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, full­trúi Íslands, hóf keppni fyr­ir hönd Íslands í morg­un klukk­an 9 á staðar­tíma. Alls eiga tutt­ugu og fjór­ar þjóðir keppn­is­rétt í Lyon eft­ir að hafa unnið til þess í for­keppni í sinni heims­álfu.

Sindri vann keppn­ina Kokk­ur árs­ins 2023 á Íslandi. Sindri náði 8. sæti í Bocu­se d´Or Europe í Þránd­heimi í mars 2024. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir mánuðum sam­an og tæpt tonn af eld­húsáhöld­um og tækj­um hef­ur verið sent út til Lyon.

Þríeykið Hinrik Örn Halldórsson aðstoðarmaður Sindra, Sindri Guðbrandur Sigurðsson og …
Þríeykið Hinrik Örn Hall­dórs­son aðstoðarmaður Sindra, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson og Sig­ur­jón Bragi Geirs­son ásamt Þráni Frey Víg­fús­syni sem er í dóm­arapanel Bocu­se d´Or fyr­ir hönd Bocu­se d´Or-aka­demí­unn­ar á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Þjálf­ari Sindra er Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Bocu­se d´Or kepp­andi 2023, og aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Hall­dórs­son.

Sindri sjötti í eld­hús­inu

Sindri er sjötti kepp­and­inn í röðinni sem mætt­ir í eld­húsið í Lyon og hóf keppni eins og áður sagði klukk­an 9 á staðar­tíma. Verk­efni hans er að elda og bera fram hum­ar, barri, sell­e­rí og sell­e­rírót á silf­urfati og síðan kynna fyr­ir dómur­um á disk og kjöt­fati þar sem aðal­hrá­efnið er dá­dýr, andalif­ur og ávaxtameðlæti.

Sindri kominn á fullt í eldhúsinu.
Sindri kom­inn á fullt í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Gleðin uppmáluð hjá Sindra.
Gleðin upp­máluð hjá Sindra. Ljós­mynd/​Aðsend
Sindri nýtur aðstoðar hjá Hinriki Erni.
Sindri nýt­ur aðstoðar hjá Hinriki Erni. Ljós­mynd/​Aðsend
Þjálfarinn, Sigurjón Bragi, fer yfir stöðuna og fylgist grannt með.
Þjálf­ar­inn, Sig­ur­jón Bragi, fer yfir stöðuna og fylg­ist grannt með. Ljós­mynd/​Aðsend

Fisk­rétt­ur­inn verður bor­inn á borð fyr­ir dóm­nefnd­ina klukk­an 13.40 og kjö­trétt­ur­inn klukk­an 14.30 á ís­lensk­um tíma.

Hvert þátt­tök­u­land á full­trúa í dóm­arapanel Bocu­se d´Or og mun Þrá­inn Freyr Vig­fús­son dæma fyr­ir hönd Bocu­se d´Or-aka­demí­unn­ar á Íslandi. Úrslit­in munu liggja fyr­ir seinnipart­inn í dag, 27. janú­ar og verða þá kunn­gjörð.

Íslend­ing­ar hafa tvisvar hreppt brons í keppn­inni

Vert er að geta þess að Bocu­se d´Or-aka­demí­an á Íslandi er hóp­ur fyrr­ver­andi kepp­enda sem held­ur utan um þátt­töku Íslands í keppn­inni en Íslend­ing­ar hafa náð góðum ár­angri í keppn­inni. Bocu­se d‘Or-keppn­in hef­ur verið hald­in síðan árið 1987 en fyrsti ís­lenski kepp­and­inn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birg­is­son og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslend­ing­ar ávallt verið í tíu efstu sæt­un­um en best­um ár­angri náði Há­kon Már Örvars­son árið 2001 og Vikt­or Örn Andrés­son árið 2017, en þeir fengu báðir bronsverðlaun.

Fjöldi Íslend­inga er mætt­ur út til að fylgja Sindra eft­ir og hvetja hann nú til dáða. Hægt verður að fylgj­ast með keppn­inni á vefsíðu henn­ar hér.

 

mbl.is