Build-A-Bear opnar um helgina

Barnamenning | 28. janúar 2025

Build-A-Bear opnar um helgina

Build-A-Bear mun opna dyrnar að sínum bangsaheim á Íslandi í Hagkaup Smáralind laugardaginn 1. febrúar kl. 11. 

Build-A-Bear opnar um helgina

Barnamenning | 28. janúar 2025

Börnin búa til sinn eigin persónulega bangsa hjá Build-A-Bear.
Börnin búa til sinn eigin persónulega bangsa hjá Build-A-Bear.

Build-A-Bear mun opna dyrnar að sínum bangsaheim á Íslandi í Hagkaup Smáralind laugardaginn 1. febrúar kl. 11. 

Build-A-Bear mun opna dyrnar að sínum bangsaheim á Íslandi í Hagkaup Smáralind laugardaginn 1. febrúar kl. 11. 

Build-A-Bear bangsaverksmiðjan gefur fólki kost á að eiga einstaka upplifun þar sem viðskiptavinir geta búið til sinn eigin persónulega bangsa. Eftir að bangsinn hefur verið búinn til er hægt að klæða hann upp, en í versluninni er frábært úrval af fatnaði, skóm og aukahlutum fyrir bangsana.

Táknræn og falleg upplifun

„Það er mikil spenna hjá okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá þessa fallegu upplifun sem fylgir Build-A-Bear. Athöfnin við að útbúa bangsann er táknræn og er vonandi minning sem börn og fjölskyldur muna eftir í langan tíma á eftir. Við erum virkilega stolt af þessu verkefni og getum hreinlega ekki beðið eftir því að fá að taka á móti viðskiptavinum um helgina,” segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup, í fréttatilkynningu.

Build-A-Bear hefur náð miklum vinsældum um allan heim frá því að fyrsta verslunin opnaði í Saint Louis 1997 og hafa nú þegar opnað verslanir á meira en 500 stöðum um allan heim.

mbl.is