Hefur lést um 18 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Poppkúltúr | 28. janúar 2025

Hefur lést um 18 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Bandaríski leikarinn Josh Gad opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Armchair Expert í umsjón Dax Shepard.

Hefur lést um 18 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Poppkúltúr | 28. janúar 2025

Josh Gad ræddi við Dax Shepard.
Josh Gad ræddi við Dax Shepard. Skjáskot/Armchair Expert

Bandaríski leikarinn Josh Gad opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Armchair Expert í umsjón Dax Shepard.

Bandaríski leikarinn Josh Gad opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Armchair Expert í umsjón Dax Shepard.

Gad, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Love & Other Drugs, Thanks for Sharing, Jobs og Frozen, viðurkenndi að þyngdartapið væri tilkomið vegna notkunar á þyngdarstjórnunarlyfi.

„Ég er á GLP-1, þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig um þetta,” sagði leikarinn. „Lyfin hafa hjálpað mér að bæla niður hávaðann. Þegar ég vakna finn ég fyrir hungurverkjum – svo mikið af því er sálfræðilegt, ekki satt? Og það sem lyfin gera er að þau fjarlægja þessi stöðugu svengdarmerki.”

Lést um 18 kíló

Gad, sem hefur lést um 18 kíló með hjálp GLP-1 á síðastliðnum mánuðum, sagðist vera ánægður með árangurinn en viðurkenndi að vera með smá áhyggjur af leikferlinum þar sem hann hefði náð langt í Hollywood með því að leika „feita vininn“.

„Ég hef alltaf leikið fyndna, feita gaurinn. Ég veit ekkert hvort ég megi vera mjói fyndni gaurinn eða heiti gaurinn. Kannski vill fólk ekkert sjá mig í slíkum hlutverkum.”

mbl.is