Allir þurfa að vera jafn ósáttir

Kjaraviðræður | 30. janúar 2025

Allir þurfa að vera jafn ósáttir

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist munu nýta allan þann tíma sem gefst til að reyna að leysa kjaradeiluna við Kennarasamband Íslands. Mikið sé í húfi.

Allir þurfa að vera jafn ósáttir

Kjaraviðræður | 30. janúar 2025

Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist munu nýta allan þann tíma sem gefst til að reyna að leysa kjaradeiluna við Kennarasamband Íslands. Mikið sé í húfi.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist munu nýta allan þann tíma sem gefst til að reyna að leysa kjaradeiluna við Kennarasamband Íslands. Mikið sé í húfi.

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga nú fyrir skömmu sem jafngildir kjarasamningi verði hún samþykkt.

Tillagan felur meðal annars í sér að deila um jöfnun launa á milli markaða verði útkljáð með virðismati og verkáætlun til 20 mánaða.

Mikið í húfi og allur tími nýttur

„Við fengum hana afhenta áðan og núna förum við og skoðum hana með okkar baklandi,“ segir Inga í samtali við mbl.is en samninganefndir hafa til klukkan 13 á laugardaginn til að taka afstöðu til tillögunnar.

„Við notum daginn á morgun í það og fyrir hádegi á laugardaginn.“

Gerir Inga ráð fyrir að samninganefnd kennara geri slíkt hið sama þar sem mikið sé í húfi.

Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á mánudag í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum.

Þá munu framhaldsskólakennarar greiða atkvæði um ótímabundin verkföll í nokkrum framhaldsskólum strax í byrjun febrúar.

Bestu samningarnir þegar allir eru jafn ósáttir

„Það verða allir að vera jafn sáttir, eða jafn ósáttir skulum við segja, við þessa tillögu,“ segir Inga og bætir við:

„Það eru alltaf bestu samningarnir þegar allir eru jafn ósáttir.“

mbl.is