Milla Ósk ráðin til ACT4

Framakonur | 31. janúar 2025

Milla Ósk ráðin til ACT4

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4 framleiðslufyrirtækinu. ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað.

Milla Ósk ráðin til ACT4

Framakonur | 31. janúar 2025

Milla Ósk Magnúsdóttir.
Milla Ósk Magnúsdóttir. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Milla Ósk Magnús­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4 fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu. ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjár­magna fram­leiðslu á ís­lensku sjón­varps- og kvik­mynda­efni fyr­ir alþjóðamarkað.

Milla Ósk Magnús­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem rekstr­ar­stjóri og yf­ir­fram­leiðandi hjá ACT4 fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu. ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjár­magna fram­leiðslu á ís­lensku sjón­varps- og kvik­mynda­efni fyr­ir alþjóðamarkað.

„ACT4 er með mörg járn í eld­in­um og lauk ný­lega tök­um á sinni fyrstu sjón­varpsþáttaröð, Reykja­vik Fusi­on fyr­ir Sím­ann og þess vegna skipt­ir miklu máli fyr­ir okk­ur að ráða fólk rétta fólkið til starfa. Milla er snilld­ar starfs­kraft­ur með fjöl­breytta reynslu sem mun nýt­ast ACT4 á marg­an hátt og það eru for­rétt­indi að fá svo öfl­uga mann­eskju í lið með okk­ur“ seg­ir Ólaf­ur Darri Ólafs­son leik­ari og einn eig­enda ACT4 í frétta­til­kynn­ingu.

Milla Ósk var áður aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Þar áður starfaði hún hjá Rík­is­út­varp­inu sem fréttamaður og aðstoðarfram­leiðandi frétta, auk þess að sinna dag­skrár­gerð í út­varpi og sjón­varpi. Milla Ósk er með ML-próf í lög­fræði frá Há­skóla Reykja­vík­ur.

mbl.is